Glæsihýsi Garys til leigu á dágóðan skilding

Glæsihýsi Garys er einstakt.
Glæsihýsi Garys er einstakt. Samsett mynd

Aðdáendur þriðju þáttaraðar The White Lotus, allavega þeir með djúpa vasa, geta nú leyft sér að upplifa munaðarlíf Garys, sem leikinn er af Jon Gries, en glæsihýsi karaktersins á eyjunni Phuket í Taílandi er til leigu.

Nóttin í glæsihýsinu, sem kallast Villa Amaravida og stendur á toppi Cape Yamu, kostar á bilinu 750.000 til 1.800.000 þúsund íslenskra króna.

Í húsinu er allt til alls og meira til, en þetta 8.000 fm glæsihýsi hefur meðal annars að geyma kvikmyndasal, bar, líkamsræktarstöð, þrjár sundlaugar, körfubolta- og tennisvöll og bara allt sem hugurinn gæti girnst.

Phuket er stærsta eyja Taílands. Hún hefur lengi laðað til sín ferðamenn hvaðanæva að úr heiminum, enda einstaklega fallegur og friðsæll staður til að endurhlaða batteríin og næla sér í D-vítamín.

Villa Amaravida



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert