Glæsihýsi Garys til leigu á dágóðan skilding

Glæsihýsi Garys er einstakt.
Glæsihýsi Garys er einstakt. Samsett mynd

Aðdá­end­ur þriðju þátt­araðar The White Lot­us, alla­vega þeir með djúpa vasa, geta nú leyft sér að upp­lifa munaðarlíf Garys, sem leik­inn er af Jon Gries, en glæsi­hýsi karakt­ers­ins á eyj­unni Phuket í Taílandi er til leigu.

Nótt­in í glæsi­hýs­inu, sem kall­ast Villa Am­ara­vida og stend­ur á toppi Cape Yamu, kost­ar á bil­inu 750.000 til 1.800.000 þúsund ís­lenskra króna.

Í hús­inu er allt til alls og meira til, en þetta 8.000 fm glæsi­hýsi hef­ur meðal ann­ars að geyma kvik­mynda­sal, bar, lík­ams­rækt­ar­stöð, þrjár sund­laug­ar, körfu­bolta- og tenn­is­völl og bara allt sem hug­ur­inn gæti girnst.

Phuket er stærsta eyja Taí­lands. Hún hef­ur lengi laðað til sín ferðamenn hvaðanæva að úr heim­in­um, enda ein­stak­lega fal­leg­ur og friðsæll staður til að end­ur­hlaða batte­rí­in og næla sér í D-víta­mín.

Villa Am­ara­vida



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert