Af hverju verða Dólómítafjöllin bleik í ljósaskiptunum?

Fjöllin eru á heimsminjaskrá UNESCO og voru upphaflega kóralrif sem …
Fjöllin eru á heimsminjaskrá UNESCO og voru upphaflega kóralrif sem risu upp úr sjónum. Irina Marie Senn/Unsplash

Hið goðsagna­kennda „en­rosa­dira“ á sér stað þegar kór­al­litaðir tind­ar Dólómíta­fjall­anna fá á sig bleik­an blæ í ljósa­skipt­un­um og er sögð ógleym­an­leg upp­lif­un fyr­ir skíðaunn­end­ur.

Þessi feg­urð er sam­bland nátt­úr­unn­ar og tím­ans og líður yfir tind­ana þegar sól­in hækk­ar eða lækk­ar á lofti og geisl­ar henn­ar end­urkast­ast á tind­un­um sem ger­ir þá bleika og allt að því rauða.

Fjöll­in eru á heims­minja­skrá UNESCO og voru upp­haf­lega kór­alrif sem risu upp úr sjón­um.

Þýðing orðsins en­rosa­dira er „að verða bleik­ur“ og kem­ur úr fornu lat­ínu­máli Dólómíta, sem er síðasta talaða lat­neska í heimi. 

Eftir góðan dag á skíðum í fjöllunum er hægt að …
Eft­ir góðan dag á skíðum í fjöll­un­um er hægt að finna sér stað til að setj­ast niður og njóta feg­urðar­inn­ar þegar sól­ar­geisl­arn­ir end­urkast­ast á tind­un­um. Daniel Sessler/​Unsplash

Á 17. öld upp­götvaði franski jarðfræðing­ur­inn Deodat de Dolomieu að tind­ar fjalls­ins eru ekki úr hrein­um kalk­steini, líkt og áður var haldið fram. Tind­arn­ir eru úr dólómíti, bergi sem myndaðist fyr­ir millj­ón­um ára í meg­in­lands­árekstri sem varð til þess að kór­alrifið og eyj­arn­ar á milli Evr­ópu og Afr­íku risu upp úr sjón­um.

Bergið er föl­grátt og brúnt og end­urkast­ar ljósi meira en venju­leg­ur kalk­steinn, sem út­skýr­ir hvers vegna fjöll­in skína svo skært í ljósa­skipt­un­um.

Í dag eru fjöll­in meðal fremstu skíðasvæða í heimi og þess má geta að Vetr­arólymp­íu­leik­arn­ir verða haldn­ir í Dólómíta­fjöll­un­um 2026.

Eft­ir góðan dag á skíðum í fjöll­un­um er hægt að finna sér stað til að setj­ast niður og njóta feg­urðar­inn­ar þegar sól­ar­geisl­arn­ir end­urkast­ast á tind­un­um. Því lægra sem sól­in sit­ur við sjón­deild­ar­hring­inn því drama­tísk­ari verða lit­irn­ir.

Á 17. öld uppgötvaði franski jarðfræðingurinn Deodat de Dolomieu að …
Á 17. öld upp­götvaði franski jarðfræðing­ur­inn Deodat de Dolomieu að tind­ar fjalls­ins eru ekki úr hrein­um kalk­steini. Stefano Bazzoli/​Unsplash

Bestu aprés-ski staðirn­ir til að njóta bleikra Dólómítatind­anna eru eft­ir­far­andi: 

  • South-Tyrole­an hótielið á Cyprianer­hof Dolomit-svæðinu í Tires-daln­um.
  • Delig­hts on Ice í Badia.
  • Mo­ritz­ino-klúbbur­inn í La Villa.
  • Chalet Tofa­ne í Cort­ina d'Am­pezzo.
  • Veit­ingastaður­inn La Stua á Sell­aronda-svæðinu í Val Gardena.

BBC Tra­vel

Þýðing orðsins enrosadira er „að verða bleikur“ og kemur úr …
Þýðing orðsins en­rosa­dira er „að verða bleik­ur“ og kem­ur úr fornu lat­ínu­máli Dólómíta, Tomás Malík/​Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka