Hið goðsagnakennda „enrosadira“ á sér stað þegar kórallitaðir tindar Dólómítafjallanna fá á sig bleikan blæ í ljósaskiptunum og er sögð ógleymanleg upplifun fyrir skíðaunnendur.
Þessi fegurð er sambland náttúrunnar og tímans og líður yfir tindana þegar sólin hækkar eða lækkar á lofti og geislar hennar endurkastast á tindunum sem gerir þá bleika og allt að því rauða.
Fjöllin eru á heimsminjaskrá UNESCO og voru upphaflega kóralrif sem risu upp úr sjónum.
Þýðing orðsins enrosadira er „að verða bleikur“ og kemur úr fornu latínumáli Dólómíta, sem er síðasta talaða latneska í heimi.
Á 17. öld uppgötvaði franski jarðfræðingurinn Deodat de Dolomieu að tindar fjallsins eru ekki úr hreinum kalksteini, líkt og áður var haldið fram. Tindarnir eru úr dólómíti, bergi sem myndaðist fyrir milljónum ára í meginlandsárekstri sem varð til þess að kóralrifið og eyjarnar á milli Evrópu og Afríku risu upp úr sjónum.
Bergið er fölgrátt og brúnt og endurkastar ljósi meira en venjulegur kalksteinn, sem útskýrir hvers vegna fjöllin skína svo skært í ljósaskiptunum.
Í dag eru fjöllin meðal fremstu skíðasvæða í heimi og þess má geta að Vetrarólympíuleikarnir verða haldnir í Dólómítafjöllunum 2026.
Eftir góðan dag á skíðum í fjöllunum er hægt að finna sér stað til að setjast niður og njóta fegurðarinnar þegar sólargeislarnir endurkastast á tindunum. Því lægra sem sólin situr við sjóndeildarhringinn því dramatískari verða litirnir.
Bestu aprés-ski staðirnir til að njóta bleikra Dólómítatindanna eru eftirfarandi: