„Það er miklu betra að fara ekki í bað“

„Við lýsum ákveðinni leið í bókinni en það er sveigjanlegt …
„Við lýsum ákveðinni leið í bókinni en það er sveigjanlegt hvar þú gistir og hvernig þú skiptir dagleiðunum,“ segir Páll um nýútkomna bók sína, Bíll og bakpoki. Ljósmynd/Aðsend

Ný­lega kom út ný og end­ur­bætt út­gáfa bók­ar­inn­ar Bíll og bak­poki eft­ir leiðsögu­mann­inn Pál Ásgeir Ásgeirs­son. Bók­in er gef­in út af Máli og menn­ingu en upp­runa­lega út­gáf­an kom út árið 2006. 

Bók­in er ætluð þeim sem vilja fara með allt á bak­inu en vilja njóta þess frels­is og þeirr­ar sér­stöku upp­lif­un­ar sem þessi ferðamáti fel­ur í sér, að sögn Páls. 

„Við lýs­um ákveðinni leið í bók­inni en það er sveigj­an­legt hvar þú gist­ir og hvernig þú skipt­ir dag­leiðunum.“

Á flest­um leiðunum er ein gistinótt í tjaldi og í bók­inni má, auk ferðaleiðbein­inga, finna ít­ar­lega lista um hvernig eigi að búa sig og hvað skuli hafa meðferðis.

Páll Ásgeir og Rósa Sigrún hafa ferðast saman um landið …
Páll Ásgeir og Rósa Sigrún hafa ferðast sam­an um landið í ára­fjöld. Ljós­mynd/​Aðsend

Ekki með próf úr skól­an­um sem hann kenn­ir við

„Við höf­um ferðast gríðarlega mikið um Ísland út af efnisöfl­un í þess­ar leiðsögu­bæk­ur og þannig kynnt­ust við Íslandi fyrst,“ seg­ir Páll, en með „við“ á hann við þau Rósu Sigrúnu Jóns­dótt­ur en Rósa er sjálf leiðsögumaður og eig­in­kona Páls til 27 ára.

Páll hef­ur ekki ná­kvæma tölu yfir þær leiðsögu­bæk­ur sem hann hef­ur skrifað en gisk­ar á að þær séu á bil­inu tíu til tólf. Sú fyrsta kom út árið 1994 og var ætluð bak­poka­ferðamönn­um, um fjór­ar göngu­leiðir á há­lendi Íslands.

„Þekkt­asta er ef­laust Há­lands­hand­bók­in sem kom út 2001 og hef­ur verið upp­færð tvisvar sinn­um eft­ir það. Sú fyrsta hét 101 Ísland áfangastaðir í al­fara­leið, svo fóru þeir upp í 151 og 171 í nú­ver­andi út­gáfu.“

„Við eigum ekki að ætlast til þess af náttúrunni að …
„Við eig­um ekki að ætl­ast til þess af nátt­úr­unni að hún út­hluti okk­ur þess­ar stór­kost­legu upp­lif­an­ir, það er ekki henn­ar, þetta er allt í hausn­um.“ Ljós­mynd/​Aðsend

Hann nefn­ir að eitt­hvað hafi verið til um leiðsögu­bæk­ur fyr­ir hans fyrstu bók en að eng­inn hafi gefið út eins marg­ar leiðsögu­bæk­ur fyr­ir Íslend­inga eins og þau hjón­in.

Þegar þau Rósa söfnuðu efni fyr­ir fyrstu bæk­urn­ar voru þau í úti­vist­inni al­farið á eig­in spýt­ur. Það var ekki fyrr en 2007 sem þau fóru að fást við leiðsögn, en þá fór Páll í stjórn Ferðafé­lags Íslands og hóf svo að leiðsegja.

„Satt best að segja hélt ég alltaf að ég hefði ekki þol­in­mæði til að leiðsegja fólki. Kannski þurfti ég bara að kom­ast á miðjan ald­ur,“ seg­ir hann kím­inn.

Páll er sjálf­menntaður leiðsögumaður og hef­ur að baki gríðarlega reynslu. Hann kenn­ir verðandi leiðsögu­mönn­um og held­ur fyr­ir­lestra um Ísland á nám­skeiðum í End­ur­mennt­un Há­skóla Íslands og Leiðsögu­skól­an­um í Kópa­vogi. 

Á Svartahnúksfjöllum.
Á Svarta­hnúks­fjöll­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Óskar þess að all­ir prófi a.m.k einu sinni

„Það er al­veg ein­stök upp­lif­un að vera ein­hvers staðar úti í ís­lenskri nátt­úru, með allt sem þú þarft og þá finnst þér eins og hægt sé að fara hvert sem er, bara eins og fugl­arn­ir og kind­urn­ar.“

Þegar fólk fer á eig­in spýt­ur hef­ur það meira frelsi til að velja tím­ann sem lagt er af stað og þá er hægt að bíða eft­ir góðu veðri eða hrein­lega fara heim aft­ur ef veðrið er leiðin­legt, líkt og Páll út­skýr­ir. All­ur gang­ur sé á hvernig fólk kýs að und­ir­búa sig fyr­ir ferðir en þó er alltaf ákveðinn grunn­búnaður sem þarf að vera með í för. 

„Sum­ir vilja vera með alla skapaða hluti og hafa þung­an bak­poka og það er bara fínt.“

Páll ít­rek­ar að vilji fólk upp­lifa nátt­úr­una á eins hrein­an hátt og mögu­legt er þá sé best að hafa sem minnst meðferðis.

Frelsið sem fylgir því að geta farið hvert sem er …
Frelsið sem fylg­ir því að geta farið hvert sem er eins og fugl­arn­ir og kind­urn­ar, seg­ir Páll vera ein­stakt. Ljós­mynd/​Aðsend

Það eru and­stæðurn­ar

„Við til­heyr­um þeim hópi ferðamanna sem vill vera spart­ansk­ur svo við erum ekki fólkið sem tek­ur litla kampa­víns­flöskku í bak­poka. Það er miklu betra að fara ekki í bað á meðan á ferðalag­inu stend­ur því þá nýt­urðu sturt­unn­ar svo vel þegar þú kem­ur heim.“

Hann út­skýr­ir að því sé eins farið með mat­inn og nefn­ir hrökk­brauð og te í ferðalag­inu og að hægt sé að opna kampa­vínið og borða steik­ina þegar heim er komið. 

Slakað á við Langasjó.
Slakað á við Langa­sjó. Ljós­mynd/​Aðsend

„And­stæðurn­ar eru svo skemmti­leg­ar. Þú átt ekki endi­lega að taka siðmenn­ing­una með þér út í nátt­úr­una.“

Spurður um upp­á­haldsstað seg­ir Páll að það séu ekki endi­lega staðirn­ir sjálf­ir sem skipti máli, held­ur það eitt að vera úti; með dótið sitt, í fal­legu veðri og með góðu fólki. 

„Þá eigið þið þetta sam­an og þegar heim er komið er minn­ing­in svo dýr­mæt og þá skipt­ir ekki máli hvar þið voruð. Við eig­um ekki að ætl­ast til þess af nátt­úr­unni að hún út­hluti okk­ur þess­ar stór­kost­legu upp­lif­an­ir, það er ekki henn­ar, þetta er allt í hausn­um. Hver og einn kem­ur sjálf­ur með sína upp­lif­un í ferðina.“

„Andstæðurnar eru svo skemmtilegar. Þú átt ekki endilega að taka …
„And­stæðurn­ar eru svo skemmti­leg­ar. Þú átt ekki endi­lega að taka siðmenn­ing­una með þér út í nátt­úr­una.“ Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert