París er áfangastaður sem heillar marga enda staður sem státar af mikilli sögu og menningu. Söfnin eru ófá og þar eru margar spennandi sýningar í gangi allt árið um kring.
Í Picasso-safninu í París stendur nú yfir sýning sem ber heitið „Degenerate“ art. Modern art on trial under the Nazis. Þetta er í fyrsta sinn sem sýning hefur verið sett upp í Frakklandi sem beinir sjónum að svokallaðri „úrkynjaðri list“.
Um er að ræða sýning sem fjallar sérstaklega um sýninguna Entartete Kunst sem haldin var í Munchen af nasistastjórninni árið 1937. Sýnd voru 600 verk framsækinna samtímalistamanna sem þóttu ógna þýsku siðgæði. Um var að ræða listamenn á borð við Vassily Kandinsky, Paul Klee, Emil Nolde og Max Beckmann. Sýningin ferðaðist svo um landið og var markmiðið að vekja viðbjóð almennings.
Sýningin stendur til 30. maí en gott er að fjárfesta í miðum með fyrirvara því það selst oft upp á vinsælar sýningar.