Sýning á „úrkynjaðri list“ í París

Verk eftir þýska listmálarann Joseph Haubrich sem er til sýnis …
Verk eftir þýska listmálarann Joseph Haubrich sem er til sýnis nú um þessar mundir og flokkaðist á sínum tíma til úrkynjaðrar listar. AFP

Par­ís er áfangastaður sem heill­ar marga enda staður sem stát­ar af mik­illi sögu og menn­ingu. Söfn­in eru ófá og þar eru marg­ar spenn­andi sýn­ing­ar í gangi allt árið um kring.

Í Picasso-safn­inu í Par­ís stend­ur nú yfir sýn­ing sem ber heitið „De­genera­te“ art. Modern art on trial und­er the Naz­is. Þetta er í fyrsta sinn sem sýn­ing hef­ur verið sett upp í Frakklandi sem bein­ir sjón­um að svo­kallaðri „úr­kynjaðri list“.

Um er að ræða sýn­ing sem fjall­ar sér­stak­lega um sýn­ing­una Ent­artete Kunst sem hald­in var í Munchen af nas­ista­stjórn­inni árið 1937. Sýnd voru 600 verk fram­sæk­inna sam­tíma­lista­manna sem þóttu ógna þýsku siðgæði. Um var að ræða lista­menn á borð við Vassily Kand­in­sky, Paul Klee, Emil Nolde og Max Beckmann. Sýn­ing­in ferðaðist svo um landið og var mark­miðið að vekja viðbjóð al­menn­ings. 

Sýn­ing­in stend­ur til 30. maí en gott er að fjár­festa í miðum með fyr­ir­vara því það selst oft upp á vin­sæl­ar sýn­ing­ar.

Verk eftir Paul Klee á sýningunni.
Verk eft­ir Paul Klee á sýn­ing­unni. AFP
Verk eftir Vincent Van Gogh og hinn austurríska Oscar Kokoschka.
Verk eft­ir Vincent Van Gogh og hinn aust­ur­ríska Oscar Ko­koschka. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert