Universal teygir sig til Bedford

Það þyrfti einbeittan vilja til að láta sér leiðast í …
Það þyrfti einbeittan vilja til að láta sér leiðast í Universal í Orlando. Ljósmynd/Universal Studios

Skemmtig­arður Uni­versal er á leið til Evr­ópu en Keir Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, til­kynnti í dag um samn­ing sem hann hef­ur und­ir­ritað við Comcast, móður­fyr­ir­tæki Uni­versal, um upp­bygg­ingu garðsins í Bed­ford í Bretlandi. 

Áætlað er að garður­inn opni eft­ir sex ár eða árið 2031.

„Í dag lokuðum við samn­ingi um fjár­fest­ingu upp á marga millj­arða punda sem mun gera Bed­ford að heim­ili eins stærsta skemmtig­arðs Evr­ópu,“ sagði Star­mer í yf­ir­lýs­ingu. 

Sjötti garður­inn í Evr­ópu

Áætlað er að garður­inn muni skapa um 28.000 störf, þar af 20.000 meðan upp­bygg­ing hans stend­ur yfir. Sömu­leiðis er bú­ist við að yfir 8,5 millj­ón manns muni heim­sækja garðinn á fyrsta ári hans. 

Árið 2023 keypti Comcast 200 hekt­ara svæði í Bed­ford þar sem skemmtig­arður­inn er fyr­ir­hugaður. Í garðinum verða allt að 500 hót­el­her­bergi ásamt fjöl­mörg­um tækj­um og veit­inga­svæði. 

Sem stend­ur eru fimm Uni­versal-skemmtig­arðar í heim­in­um. Tveir þeirra eru í Banda­ríkj­un­um og þrír í Asíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka