Falinn gimsteinn í Sviss á heimsminjaskrá UNESCO

Hér er svokallað pile dwelling. Það mætti eflaust fá ódýra …
Hér er svokallað pile dwelling. Það mætti eflaust fá ódýra gistingu þarna. Skjáskot/Youtube

Svo­kölluð planka-strá­hýsi eða pile dwell­ing, hálf­gerðar þúst­ir, í kring­um sviss­nesku Alp­ana eru einna minnst heim­sótt en áhrifa­mest á heims­minja­skrá UNESCO, sam­kvæmt nýrri rann­sókn frá Emer­ald Cruises.

Meg­inniðurstaða rann­sókn­ar­inn­ar var að þessi for­sögu­legu hýsi í kring­um Alp­ana eru best faldi gim­steinn UNESCO í Evr­ópu.

Hýs­in eru sögð ná allt aft­ur til 5.000 f.Kr. Svæðið þar sem hýs­in eru staðsett er stút­fullt af menn­ing­ar- og sögu­legri þýðingu og bar af í rann­sókn­inni þrátt fyr­ir að vera aðeins slegið upp tutt­ugu sinn­um á mánuði að meðaltali í leit­ar­vél­um.

Hýs­in eru reist við vötn, ár­bakka eða á vot­lendi. Forn­leifa­upp­gröft­ur sem gerður hef­ur verið á svæðunum gef­ur vís­bend­ing­ar um líf fyrr á öld­um og hvernig sam­fé­lög lifðu í sátt við um­hverfið á ný­stein­öld og brons­öld. Forn­minjarn­ar eru ein­stak­lega vel varðveitt­ar en lítið heim­sótt­ar. Þá voru svæðin yf­ir­gef­in vegna lofts­lags­breyt­inga og hækk­un­ar vatns­yf­ir­borðs. 

Í öðru sæti lenti sá hluti Alp­anna sem hul­inn er mest­um jökli, Jung­frau-Al­etsch. 

Tra­vel and Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert