Svokölluð planka-stráhýsi eða pile dwelling, hálfgerðar þústir, í kringum svissnesku Alpana eru einna minnst heimsótt en áhrifamest á heimsminjaskrá UNESCO, samkvæmt nýrri rannsókn frá Emerald Cruises.
Meginniðurstaða rannsóknarinnar var að þessi forsögulegu hýsi í kringum Alpana eru best faldi gimsteinn UNESCO í Evrópu.
Hýsin eru sögð ná allt aftur til 5.000 f.Kr. Svæðið þar sem hýsin eru staðsett er stútfullt af menningar- og sögulegri þýðingu og bar af í rannsókninni þrátt fyrir að vera aðeins slegið upp tuttugu sinnum á mánuði að meðaltali í leitarvélum.
Hýsin eru reist við vötn, árbakka eða á votlendi. Fornleifauppgröftur sem gerður hefur verið á svæðunum gefur vísbendingar um líf fyrr á öldum og hvernig samfélög lifðu í sátt við umhverfið á nýsteinöld og bronsöld. Fornminjarnar eru einstaklega vel varðveittar en lítið heimsóttar. Þá voru svæðin yfirgefin vegna loftslagsbreytinga og hækkunar vatnsyfirborðs.
Í öðru sæti lenti sá hluti Alpanna sem hulinn er mestum jökli, Jungfrau-Aletsch.