Íslenski hringvegurinn í 1. sæti á heimsvísu

Ísland hlaut 66 stig af 100 mögulegum í könnun Telegraph.
Ísland hlaut 66 stig af 100 mögulegum í könnun Telegraph. Federico Lanzilotta/Unsplash

Hring­veg­ur­inn um landið er lof­samaður í nýrri grein á fréttamiðlin­um Tel­egraph. Þessi rúm­lega 1.320 kíló­metra langa leið er sögð ein sú feg­ursta sem hægt er að aka um, á heimsvísu.

Líkt og seg­ir í grein­inni er um að gera að huga að hver upp­lif­un­in sé lík­leg til að verða þegar ferðalag snýst um akst­ur frá a til b. Upp­lif­un­in fel­ur í sér ým­is­legt bæði þjón­ustu, s.s. bens­ín- og hleðslu­stöðvar, ör­yggi vega og hvar hægt er að kaupa vega­nesti, og það sem fyr­ir augu ber, s.s. gljúf­ur, eyðimerk­ur, eld­fjöll eða regn­skóga.

Þá skipta hvíld­arstaðir máli, þ.e. hvar hægt sé að stoppa og hvíla sig.

Til að vinna sam­an­tekt­ina, sem staðsetti Ísland í 1. sæti, var not­ast við til­tæk gögn, inn­lenda fjöl­miðla og alþjóðleg­ar skýrsl­ur, t.d. frá Sam­einuðu þjóðunum.

Þannig voru gef­in stig fyr­ir tíu atriði sem þykja skipta sköp­um þegar kem­ur að akstri á ferðalagi: Öryggi vega, verð á bíla­leigu­bíl­um, kurt­eisi annarra öku­manna, lítið um ölv­unar­akst­ur, feg­urð í um­hverfi, merk­ing vega, lítið um toll­skylda vegi, þjón­ustu við raf­bíla, ástand á yf­ir­borði vega, vega­nesti.

Hér er minnst um banaslys á mann, á heimsvísu.
Hér er minnst um bana­slys á mann, á heimsvísu. redcharlie/​Unsplash

66 stig af 100 mögu­leg­um

Í um­sögn­inni um ís­lenska vegi seg­ir m.a. að þeir séu ró­leg­ir utan há­anna­tíma, til­tölu­lega auðvelt sé að finna heit­ar laug­ar á leiðinni til að dýfa sér í og að miðað við íbúa­fjölda verði hér færri bana­slys í um­ferðinni.

Ísland hlýt­ur 66 stig af 100 mögu­leg­um og þau atriði sem skoruðu hæst voru; lítið um toll­skylda vegi og ör­yggi á veg­um. Þá fékk ástand vega sjö stig af tíu mögu­leg­um sem er áhuga­vert sam­an­ber umræðu síðastliðnar vik­ur í fjöl­miðlum er varðar hol­ótta og slitna vegi.

Hins veg­ar er minnst á að mjög dýrt sé að leigja bíla­leigu­bíl og að raf­hleðslu­stöðvar séu frek­ar fáar, þrátt fyr­ir að ork­an sé sú ódýr­asta í Evr­ópu. Að lok­um seg­ir að fyrst eng­ar járn­braut­ir séu á Íslandi verði bíll­inn kon­ung­ur.

Önnur lönd sem komust í topp tíu eru: Spánn, Skot­land, Jórdan­ía, Nýja-Sjá­land, Kosta Ríka, Banda­rík­in, Eng­land, Arg­entína og Namibía. 

Tel­egraph

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert