Axel Hallkell og Sigrún Edda smökkuðu gullís í Tókýó

Axel Hallkell Jóhannesson og Sigrún Edda Björnsdóttir virðast njóta sín …
Axel Hallkell Jóhannesson og Sigrún Edda Björnsdóttir virðast njóta sín vel. Skjáskot/Facebook

Sigrún Edda Björns­dótt­ir, sem hef­ur verið einn af burðarstólp­um í leik­list­ar­lífi þjóðar­inn­ar í ár­araðir, er stödd í Jap­an, nán­ar til­tekið Tókýó, í fróðleiks­ferð ásamt eig­in­manni sín­um, tón­list­ar­mann­in­um Axel Hall­keli Jó­hann­es­syni.

Sigrún Edda og Axel Hall­kell, jafn­an kallaður Keli, virðast vera að njóta alls þess besta sem þessi mikla menn­ing­ar­borg hef­ur upp á að bjóða, ef marka má mynd­ir, en leik­kon­an gaf inn­sýn í ferðalag hjón­anna á Face­book-síðu sinni í gær­morg­un.

„Við erum í Tókýó! Kirsu­berja­trén í full­um blóma, gullís í morg­un­mat. Mögnuð borg, ein með öllu!“ skrifaði leik­kon­an við færsl­una.

Tókýó er höfuðborg Jap­an og einnig stærsta borg lands­ins. Tókýó er til­val­in borg fyr­ir list­unn­end­ur en hún býður upp á blöndu af æva­gam­alli menn­ingu og nú­tíma­væddu há­tækn­i­sam­fé­lagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert