Gullfalleg íbúð til leigu í miðbæ Reykjavíkur

Smekklegt og stílhreint fyrir augað.
Smekklegt og stílhreint fyrir augað. Skjáskot/AirBnb

Í miðbæ Reykja­vík­ur er gull­fal­leg og ein­stak­lega smekk­lega inn­réttuð þak­í­búð til skamm­tíma­leigu. Íbúðin er aug­lýst til leigu á vefsíðunni AirBnb. Vandað hef­ur til verka og aug­ljóst er að sá sem inn­réttaði íbúðina er með gott auga. 

Íbúðin er staðsett í ró­legri bygg­ingu og er með einu svefn­her­bergi. Það er hins veg­ar hægt að koma til móts við for­eldra sem eru að ferðast með barn. 

Steypt­ir, hrá­ir vegg­ir í ljós­grá­um lit skapa þægi­legt and­rúms­loft. Á móti koma stór­ar mott­ur, ljós­brún­ir litatón­ar og stíl­hrein hús­gögn með hlý­leika inn í íbúðina.

Þó að íbúðin sé ef­laust markaðssett meira til er­lendra ferðamanna þá gæti hún verið full­kom­in fyr­ir þá sem vilja kíkja til Reykja­vík­ur í helg­ar­ferð.

Opið er úr eldhúsi og inn í stofuna.
Opið er úr eld­húsi og inn í stof­una. Skjá­skot/​AirBnb
Svefnherbergið er rúmgott.
Svefn­her­bergið er rúm­gott. Skjá­skot/​AirBnb
Íbúðin er máluð í hlýlegum litatón sem passar vel við …
Íbúðin er máluð í hlý­leg­um litatón sem pass­ar vel við hráu steyptu vegg­ina. Skjá­skot/​AirBnb
Notalegt baðherbergi.
Nota­legt baðher­bergi. Skjá­skot/​AirBnb
Það er allt til alls í eldhúsinu.
Það er allt til alls í eld­hús­inu. Skjá­skot/​AirBnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert