Búa til sjálfusvæði við Sagrada Familia-kirkjuna

Sagrada Familia var hönnuð af katalónska arkitektinum Antoni Gaudí og …
Sagrada Familia var hönnuð af katalónska arkitektinum Antoni Gaudí og hófst bygging hennar árið 1882. Kirkjan er enn í byggingu. Csaba Veres/Unsplash

Borg­ar­yf­ir­völd í Barcelona hafa nú gert áætlan­ir um að smala ferðamönn­um inn á sér­stakt svæði við Sa­grada Familia-kirkj­una, sem gæti kall­ast sjálfu­svæði, en kirkj­an laðar að 4,7 millj­ón­ir gesta á ári hverju.

Sam­fé­lags­miðlar á borð við TikT­ok og In­sta­gram hafa gert það að verk­um að Placa Gaudí, torgið fyr­ir fram­an kirkj­una, hef­ur verið stút­fullt af gest­um sem reyna hver af öðrum að ná bestu sjálf­unni, með til­heyr­andi trufl­un­um við íbúa í ná­grenn­inu. Ferðamenn hafa gengið svo langt að standa kyrr­ir í rúllu­stiga sem ligg­ur niður í nær­liggj­andi neðanj­arðarlest­ar­stöð til að ná hinni full­komnu mynd, sem gerði það að verk­um að þeir stífluðu inn- og út­göngu­leiðina.

Þessi ákvörðun borg­ar­yf­ir­valda er einn liður í áætl­un­um um að ná ein­hverri stjórn á ferðaþjón­ustu í Barcelona. Árið 2024 gerði borg­in 44 millj­óna fjár­hags­áætl­un til að koma stjórn á sex­tán vin­sæla ferðamannastaði inn­an borg­ar­mark­anna.

Sjálfu­svæðið verður staðsett við kirkj­una og geta gest­ir stillt sér þar upp fyr­ir eina eða tvær sjálf­ur áður en gengið er inn í kirkj­una.

Áætlað er að fram­kvæmd­ir hefj­ist eft­ir sum­arið og standi fram í apríl 2026 í til­efni þess að 100 ár eru liðin frá and­láti Gaudí.

Euro News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert