„Við lögðum af stað sem tvær vinkonur með bakpoka“

Ísabella Ósk J. Morthens og Birna Mjöll Björgvinsdóttir segja frá …
Ísabella Ósk J. Morthens og Birna Mjöll Björgvinsdóttir segja frá heimsreisu, þar sem þær áætla að fara hringinn í kringum jörðina á fjórum mánuðum. Ljósmynd/Aðsend

Þær tví­tugu stöll­ur Birna Mjöll Björg­vins­dótt­ir og Ísa­bella Ósk J. Mort­hens eru stadd­ar í Balí í Indó­nes­íu þegar þær gefa sér smá tíma til að svara spurn­ing­um um heims­reis­una, Ljós­kureis­una.

Um þess­ar mund­ir er reis­an hálfnuð en þær hafa áætlað að fara hring­inn í kring­um jörðina á fjór­um mánuðum. Þær lögðu af stað 18. fe­brú­ar og stefna á heim­komu 7. júní. Til að skipu­leggja ferðina fengu þær aðstoð frá ferðaskrif­stof­unni Kil­roy, sem sér­hæf­ir sig í slík­um ferðum, þrátt fyr­ir að hafa skipu­lagt hana mest megn­is sjálf­ar.

„Við eydd­um ótal klukku­stund­um í að rann­saka menn­ingu, trú­ar­brögð og sér­staka staði sem við vild­um upp­lifa.“

Þær eru afar kátar með ákvörðunina um að fara í …
Þær eru afar kát­ar með ákvörðun­ina um að fara í heims­reisu núna. Ljós­mynd/​Aðsend

Vax­andi fylgj­enda­fjöldi

„Þegar við tók­um ákvörðun­ina [um að fara] hófst mik­ill und­ir­bún­ing­ur sem tók í raun heilt ár. Til að fjár­magna ferðina unn­um við báðar fullt starf eft­ir út­skrift.“

Birna og Ísa­bella kynnt­ust á fyrsta ár­inu í Verzl­un­ar­skóla Íslands og urðu strax bestu vin­kon­ur. Þær segj­ast hafa verið á hálf­gerðum kross­göt­um eft­ir út­skrift úr skól­an­um, vorið 2024, um hvort halda ætti beint í há­skóla­nám eða láta villta drauma ræt­ast.

Hér er Birna Mjöll, en þær stöllur hafa m.a. farið …
Hér er Birna Mjöll, en þær stöll­ur hafa m.a. farið á brimbrettanám­skeið. Ljós­mynd/​Aðsend

Vita­skuld varð síðari kost­ur­inn fyr­ir val­inu.

„Við þurft­um að skipu­leggja ótal hluti s.s. bólu­setn­ing­ar, vega­bréfs­árit­an­ir, bóka hót­el, ferj­ur, lest­ir og kynna okk­ur margt. Við vild­um ekki bara ferðast held­ur einnig kynn­ast lönd­un­um, menn­ing­unni og fólk­inu.“

Áður en lagt var í hann stofnuðu þær In­sta­gram-aðgang­inn Ljós­kureis­una, svo fjöl­skylda og vin­ir gætu fylgst með æv­in­týr­un­um, en þær segja fjölda fólks hafa bæst í fylgj­enda­hóp­inn bæði á In­sta­gram og TikT­ok.

Fyrir ferðalagið segjast þær Birna og Ísabella ekki einu sinni …
Fyr­ir ferðalagið segj­ast þær Birna og Ísa­bella ekki einu sinni tekið milli­landa­flug. Ljós­mynd/​Aðsend

Fara út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann

„Hingað til höf­um við ferðast til Dúbaí, Víet­nam, Taí­lands og Singa­púr, og erum núna stadd­ar á Balí. Eft­ir Balí för­um við til Ástr­al­íu, þar sem við mun­um ferðast niður aust­ur­strönd­ina.”

Þá er för­inni heitið til Nýja-Sjá­lands en þar ætla þær að leigja hús­bíl, keyra um og upp­lifa nátt­úru lands­ins.

Þegar blaðamaður nær tali af Ísabellu og Birnu eru þær …
Þegar blaðamaður nær tali af Ísa­bellu og Birnu eru þær stadd­ar á Balí. Ljós­mynd/​Aðsend

„Að lok­um mun­um við dvelja á Cooks-eyj­um og Havaí, þar sem við njót­um eyja­lífs­ins áður en við end­um ferðalagið í New York og fljúg­um heim til Íslands.“

Á ferðalagi sínu hafa þær gert ým­is­legt til að fara út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann eins og þær orða það; tekið köf­un­ar­rétt­indi á Taílandi, farið á brimbrettanám­skeið á Balí og þær stefna á fall­hlíf­a­stökk í Ástr­al­íu og teygju­stökk á Nýja-Sjálandi.

Innt­ar eft­ir hvort þær hafi gert eitt­hvað þessu líkt áður svara þær neit­andi. „Þetta er í fyrsta skipti sem við för­um í svona stórt æv­in­týri.“ Þær segj­ast ekki einu sinni hafa tekið milli­landa­flug fyr­ir ferðalagið. 

„Við héldum að við værum bara að fara að sjá …
„Við héld­um að við vær­um bara að fara að sjá heim­inn en í raun er heim­ur­inn líka að kenna okk­ur að sjá lífið í nýju ljósi.“ Ljós­mynd/​Aðsend
„Við viljum ekki bara skoða ferðamannastaði heldur líka kynnast menningu …
„Við vilj­um ekki bara skoða ferðamannastaði held­ur líka kynn­ast menn­ingu hvers lands.“ Ljós­mynd/​Aðsend

Teygju- og fall­hlíf­a­stökk

Mark­mið Birnu og Ísa­bellu með ferðinni var að blanda sam­an æv­in­týr­um, nátt­úru­upp­lif­un, kynn­ast ólíkri menn­ingu og stunda sjálfs­rækt.

„Áður en við lögðum af stað bjugg­um við til „bucket-lista“ og við erum smátt og smátt að vinna okk­ur niður list­ann.“

Á list­an­um voru afþrey­ing­ar á borð við að kafa, fara á brimbretti og prófa teygju- og fall­hlíf­a­stökk. Þá hafa þær þegar farið á mat­reiðslu­nám­skeið, í göngu- og báts­ferðir og heim­sótt söfn.

„Við vilj­um ekki bara skoða ferðamannastaði held­ur líka kynn­ast menn­ingu hvers lands. Við gist­um aðallega á hostel­um þar sem við kynn­umst ótrú­lega mörg­um ferðalöng­um alls staðar að úr heim­in­um.“

Suðrænar og seiðandi vinkonur sem njóta hitans og afslöppunarinnar.
Suðræn­ar og seiðandi vin­kon­ur sem njóta hit­ans og af­slöpp­un­ar­inn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Víkk­ar sjón­deild­ar­hring­inn

„Við lögðum af stað sem tvær vin­kon­ur með bak­poka, en kom­um heim rík­ari af reynslu, þroska og æv­in­týr­um sem munu fylgja okk­ur alla ævi.“

Báðar segja þær heims­reis­una hafa víkkað sjón­deild­ar­hring­inn. Á meðal þess fal­lega sem þær hafi upp­lifað hafi þær einnig séð fólk lifa við mjög erfiðar aðstæður. Slík upp­lif­un dýpki sýn­ina á lífið og kenni þeim að vera þakk­lát­ar fyr­ir það sem þær hafa.

Eitt af því sem vinkonurnar prófuð var köfunarnámskeið.
Eitt af því sem vin­kon­urn­ar prófuð var köf­un­ar­nám­skeið. Ljós­mynd/​Aðsend

þá hafi æv­in­týr­in ekki alltaf verið auðveld en Birna og Ísa­bella hafa lent í veseni með flug­miða, bókað rang­ar dag­setn­ing­ar í gist­ingu, bókað ferju í mars í stað fe­brú­ar og fengið matareitrun. Allt sé þetta þó part­ur af upp­lif­un­inni og sé ekki annað en þrosk­andi og lær­dóms­rík reynsla.

Ef­laust sé þó mik­il­væg­asta reynsl­an sú að þær læra að treysta á sig sjálf­ar. Þannig eykst sjálfs­traustið þegar þarf að bjarga sér í alls kyns óvænt­um aðstæðum, segja þær.

„Við héld­um að við vær­um bara að fara að sjá heim­inn en í raun er heim­ur­inn líka að kenna okk­ur að sjá lífið í nýju ljósi. Við viss­um að ef við gerðum þetta ekki núna, þá mynd­um við kannski aldrei gefa okk­ur þetta tæki­færi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert