Tók skyndiákvörðun um að ferðast ein til Balí

Ísold elskar lífið í háloftunum.
Ísold elskar lífið í háloftunum. Ljósmynd/Aðsend

Ísold Wil­berg Ant­ons­dótt­ir, söng­kona, flug­freyja og kenn­ari hjá Play, er mik­il æv­in­týra­kona og hef­ur ferðast víða. Hún hef­ur starfað hjá ís­lenska flug­fé­lag­inu frá ár­inu 2022 og elsk­ar lífið í háloft­un­um. Starfið seg­ir hún skemmti­legt og fjöl­breytt og æv­in­týr­in mörg.

Ísold er 32 ára göm­ul, fædd og upp­al­in í Reykja­vík, nán­ar til­tekið Grafar­vogi, og býr í krútt­legri íbúð í miðbæ Reykja­vík­ur ásamt litlu hvítu loðbarni, kett­in­um Rjúpu, sem bíður alltaf spennt eft­ir að sjá og knúsa mömmu sína þegar hún lend­ir á klak­an­um. 

Til hvaða landa hef­ur þú ferðast?

„Ég hef aðallega ferðast inn­an Evr­ópu og Norður-Am­er­íku, ör­ugg­lega heim­sótt hátt í 25 lönd. Meðal þeirra sem ég hef heim­sótt eru Dan­mörk, Fær­eyj­ar, Kan­ada, Tyrk­land, Grikk­land, Ítal­ía, Spánn, Ung­verja­land, Pól­land, Króatía, Svart­fjalla­land og Ísra­el.“

Við Eiffel-turninn í París.
Við Eif­fel-turn­inn í Par­ís. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvert var eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið þitt?

„Já, þegar stórt er spurt!

Árið 2017 var ég að ganga í gegn­um mikl­ar breyt­ing­ar í líf­inu og tók þá skyndi­ákvörðun að ferðast ein til Balí, for­eldr­um mín­um til mik­ils ama. Ég bókaði ferðina í gegn­um Kil­roy á mánu­degi og flaug út á miðviku­degi, já, sóaði sko eng­um tíma,” seg­ir Ísold og hlær.

„Ég bókaði mig á tíu daga brimbrettanám­skeið í strandþorp­inu Canggu og fékk einnig skemmti­legt tæki­færi til að heim­sækja nokkr­ar minni eyj­ur í kring­um Balí, þetta var hreint út sagt al­gjört æv­in­týri og upp­lif­un sem ég mun aldrei gleyma.

Ég var 24 ára göm­ul þegar ég lagði land und­ir fót og ferðaðist yfir hálf­an hnött­inn, ég hafði aldrei ferðast svona langt og hvað þá ein­söm­ul, en þetta gerði mér ótrú­lega gott.

Menn­ing­in og um­hverfið á Balí var ólíkt öllu því sem ég hafði áður kynnst, þarna var allt svo af­slappað og frjálst og þrátt fyr­ir að vera að ganga í gegn­um erfiðleika þá leið mér mjög vel þarna og var fljót að aðlag­ast.”

Ísold kíkti á ströndina í Split í Króatíu.
Ísold kíkti á strönd­ina í Split í Króa­tíu. Ljós­mynd/​Aðsend

Var ekk­ert erfitt að vera ein á Balí?  

„Nei, alls ekki.

Ég var aldrei ein, alltaf um­kringd fólki. Ég kynnt­ist fullt af fólki á hót­el­inu, bara strax fyrsta kvöldið mitt á Balí, og var einnig með góðum hóp á brimbrettanám­skeiðinu. Það var svo fyr­ir ótrú­lega til­vilj­un að ég rakst á góða vin­konu mína sem hafði einnig ferðast til Balí á nám­skeið, að vísu ekki brimbrettanám­skeið, hún var á jóga­nám­skeiði, og við enduðum á að eyða síðustu dög­um okk­ar á eyj­unni sam­an. Þessi ferð mun alltaf eiga stór­an stað í hjarta mínu.” 

Hver er upp­á­halds­borg­in þín í Evr­ópu?  

„Þetta er kannski mjög ófrum­legt svar en ég má til með að segja Kaup­manna­höfn. Ég bjó þar um tíma, eða á meðan ég stundaði söngnám við Complete Vocal­Institu­te, og get vel hugsað mér að flytja þangað aft­ur einn dag­inn. 

Valencia á Spáni er líka ein­stak­ur staður sem mér þykir alltaf jafn­gam­an að heim­sækja, enda iðar borg­in af lífi og býður upp á ótal margt spenn­andi fyr­ir ferðafólk. Það væri full­komið að fljúga til Madríd­ar og fara til Valencia með stoppi á strönd­inni á Alican­te og halda áfram til Bar­sel­óna og fljúga þaðan heim,” seg­ir Ísold sem elsk­ar að flakka á milli staða án of mik­ils umstangs. 

Ísold á útskriftardaginn í Kaupmannahöfn.
Ísold á út­skrift­ar­dag­inn í Kaup­manna­höfn. Ljós­mynd/​Aðsend

En fyr­ir utan Evr­ópu?

„Ég held mikið upp á Bost­on, mér líður smá eins og borg­in sé heim­ili mitt að heima þar sem ég hef fengið að kynn­ast henni vel í gegn­um starf mitt hjá Play. Þegar ég vann hjá WOW air þá var upp­á­halds­áfangastaður­inn minn Montreal í Kan­ada, gull­fal­leg borg með evr­ópsku ívafi og góðum mat. Þar er al­gjör skylda að finna sér gott „pout­ine“, fransk­ar sem eru löðrandi í brúnni sósu og osta­bit­um sem bráðna á milli fransk­anna. Og ef maður er hug­rakk­ur þá er hægt að bæta við bei­kon­bit­um.“

Dreymdi þig um að ger­ast flug­freyja þegar þú varst barn? Ef svo, hvernig leið þér þegar sá draum­ur rætt­ist?

„Haha, mig dreymdi bara um að verða Disney-prins­essa þegar ég var barn. Lífið í háloft­un­um kom nú allt frek­ar óvænt upp á.

Þegar ég út­skrifaðist frá Tón­list­ar­skóla FÍH árið 2016 þá langaði mig að breyta aðeins um stefnu og prófa eitt­hvað nýtt og spenn­andi. Ég rak aug­un í aug­lýs­ingu frá WOW air, sem var að leita að flug­freyj­um, og ákvað að sækja um. Ég var ráðin og ætlaði bara að gera þetta í eitt til tvö ár, en mér líkaði þetta vel og endaði á að starfa hjá flug­fé­lag­inu þar til það fór á haus­inn árið 2019.

Flug­freyju­starfið hent­ar mér vel þar sem ég þrífst í smá óreglu og finnst mjög gam­an að eng­inn mánuður sé eins, sér­stak­lega þar sem ég er kenn­ari líka og fæ því að sjá um alls kon­ar þjálf­un á áhafn­ar­meðlim­um, það ger­ir starfið enn fjöl­breyti­legra.”

Ísold kynntist flugfreyjustarfinu hjá WOW air.
Ísold kynnt­ist flug­freyju­starf­inu hjá WOW air. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað er það skemmti­leg­asta við flug­freyju­starfið?

„Það er heilmargt. Maður hitt­ir mikið áhuga­verðu fólki, hvaðanæva að úr heim­in­um, bæði farþega og sam­starfs­fólk, og svo auðvitað ferðatæki­fær­in og upp­lif­an­irn­ar. Ég hef fengið að sjá og upp­lifa heim­inn í gegn­um vinn­una mína, það er ómet­an­legt.“

Hvað er mest krefj­andi við flug­freyju­starfið?

„Ætli það sé ekki svefn­rútín­an eða svefn­rútínu­leysið. Það get­ur verið hálfniður­drep­andi að stilla vekj­ara­klukk­una sína á 03:00 fyr­ir fyrstu morg­un­flug­in og það get­ur verið krefj­andi að flakka svona á milli, en það hef­ur klár­lega van­ist með tím­an­um.

Ég hef líka lært að það er í lagi að taka sinn tíma til að jafna sig og hvílast eft­ir stremb­in flug án þess að fá sam­visku­bit.“

Ísold á flugvellinum í Kúbu ásamt áhöfn frá Global X.
Ísold á flug­vell­in­um í Kúbu ásamt áhöfn frá Global X. Ljós­mynd/​Aðsend

Get­urðu deilt eft­ir­minni­legu augna­bliki úr starfi þínu?

„Sein­asta sum­ar vor­um við að fljúga heim frá Banda­ríkj­un­um og það var þrumu­veður nán­ast alla leiðina. Það hafði eng­in áhrif á flugið og við fund­um ekki einu sinni fyr­ir ókyrrð en það var stór­kost­legt að fylgj­ast með þessu út um glugg­ann, ótrú­leg sjón.

Ég fyll­ist ein­hvers kon­ar æðru­leysi þegar ég stend frammi fyr­ir öfl­um móður jarðar, sér­stak­lega þarna af því að eld­ing­arn­ar virt­ust vera mun nær held­ur en þegar maður sér þær frá jörðinni, ég var al­veg dá­leidd.“

Ertu með skemmti­leg plön í sum­ar?

„Eins gam­an og ég hef af því að ferðast er­lend­is þá er ekk­ert sem jafn­ast á við ís­lenskt sum­ar.

Ég fæ þriggja vikna sum­ar­frí í júlí og ætla að nýta það til þess að ferðast um fal­lega landið okk­ar, baða mig í nátt­úru­laug­um og skoða fossa.

Ann­ars lang­ar mig líka að kynna mér Portúgal bet­ur, ég hef komið til ým­issa landa í Evr­ópu en ein­hvern veg­inn alltaf gleymt Portúgal. Mér skilst að Madeira sé al­gjör­lega van­met­in para­dís og fólk tal­ar ótrú­lega vel um Por­tó og Lissa­bon líka.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert