Í þrjá daga ár hvert breytist Taíland í eitt stórt og blautt partý en vatnshátíðin er miklu meira en einungis skemmtunin.
Á hverju ári, frá 13. til 15. apríl, koma Taílendingar saman um allt land til að fagna nýju upphafi. Sonkran-hátíðin er án efa stærsta og mikilvægasta hátíð þjóðarinnar, en hún tengir saman tælenska nýárið og lok árlega hrísgrjónauppskerutímabilsins. Sonkran þýðir á sanskrít „að koma inn“ eða „halda áfram“.
Þrátt fyrir að vera eins og eitt stórt vatnsbyssustríð í augum ferðamanna snýst hátíðin einnig um hreinsun, að heiðra þá sem eldri eru og fá tilfinningu fyrir ákveðinni „endurnýjun“.
„Frægasti hluti hátíðarinnar er gríðarstór vatnsbardagi,“ útskýrir Worapa Angkhasirisap, yfirmaður ferðamálayfirvalda í Taílandi. „Fólk á öllum aldri flykkist út á göturnar vopnað vatnsbyssum og vatnsfötum.“
Áhorfendur nýjustu þáttaraðarinnar af The White Lotus fengu nýlega kómíska innsýn í þessa frumstæðu hátíð þegar þremur ferðamönnum var sleppt út í bænum þar sem Sonkran-hátíðin var í hámarki.
Á hátíðinni er vatni með ilmefnum oft hellt á búddamyndir, Taílendingar þvo hendur eldra fólks og biðja um blessun þess, skvetta vatni á vini og vandamenn og gefa fórnir á trúarlegum stöðum.
Apríl er heitasti mánuðurinn í Taílandi og hápunktur mangó-ávaxtatímabilsins og þá er gnótt af mangóklístruðum hrísgrjónum á veitingastöðum sem er einn eftirlætiseftirréttur Taílendinga.
Ferðamönnum sem heimsækja landið á þessum tíma er meira en velkomið að taka þátt í hátíðinni, hins vegar gilda um hana ákveðnar reglur sem öllum ber að virða, líkt og Jurairat Mongkolwongsiri, framkvæmdastjóri sölusviðs á Centara-hótelunum, bendir á: „Til dæmis verða gestir að forðast kasta vatni á munka eða öldunga og reyna að úða ekki vatni beint í andlitið á einhverjum.“