Atriði The White Lotus sýnir hina raunverulegu Sonkran-hátíð

Atriðið úr White Lotus þar sem lítil taílenskur drengur gerir …
Atriðið úr White Lotus þar sem lítil taílenskur drengur gerir sig líklegan til að hefja vatnsárás á þrjár grunlausar konur. Skjáskot/Youtube

Í þrjá daga ár hvert breyt­ist Taí­land í eitt stórt og blautt partý en vatns­hátíðin er miklu meira en ein­ung­is skemmt­un­in.

Á hverju ári, frá 13. til 15. apríl, koma Taí­lend­ing­ar sam­an um allt land til að fagna nýju upp­hafi. Sonkr­an-hátíðin er án efa stærsta og mik­il­væg­asta hátíð þjóðar­inn­ar, en hún teng­ir sam­an tæl­enska ný­árið og lok ár­lega hrís­grjóna­upp­skeru­tíma­bils­ins. Sonkr­an þýðir á sanskrít „að koma inn“ eða „halda áfram“.

Þrátt fyr­ir að vera eins og eitt stórt vatns­byssu­stríð í aug­um ferðamanna snýst hátíðin einnig um hreins­un, að heiðra þá sem eldri eru og fá til­finn­ingu fyr­ir ákveðinni „end­ur­nýj­un“.

„Fræg­asti hluti hátíðar­inn­ar er gríðar­stór vatns­b­ar­dagi,“ út­skýr­ir Worapa Ang­khas­irisap, yf­ir­maður ferðamála­yf­ir­valda í Taílandi. „Fólk á öll­um aldri flykk­ist út á göt­urn­ar vopnað vatns­byss­um og vatns­föt­um.“

Hátíðin í The White Lot­us

Áhorf­end­ur nýj­ustu þátt­araðar­inn­ar af The White Lot­us fengu ný­lega kó­míska inn­sýn í þessa frum­stæðu hátíð þegar þrem­ur ferðamönn­um var sleppt út í bæn­um þar sem Sonkr­an-hátíðin var í há­marki. 

Á hátíðinni er vatni með ilm­efn­um oft hellt á búdda­mynd­ir, Taí­lend­ing­ar þvo hend­ur eldra fólks og biðja um bless­un þess, skvetta vatni á vini og vanda­menn og gefa fórn­ir á trú­ar­leg­um stöðum. 

Apríl er heit­asti mánuður­inn í Taílandi og hápunkt­ur mangó-ávaxta­tíma­bils­ins og þá er gnótt af mangóklístruðum hrís­grjón­um á veit­inga­stöðum sem er einn eft­ir­læt­is­eft­ir­rétt­ur Taí­lend­inga. 

Ferðamönn­um sem heim­sækja landið á þess­um tíma er meira en vel­komið að taka þátt í hátíðinni, hins veg­ar gilda um hana ákveðnar regl­ur sem öll­um ber að virða, líkt og Jurairat Mong­kolwongs­iri, fram­kvæmda­stjóri sölu­sviðs á Cent­ara-hót­el­un­um, bend­ir á: „Til dæm­is verða gest­ir að forðast kasta vatni á munka eða öld­unga og reyna að úða ekki vatni beint í and­litið á ein­hverj­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert