Fólk á það til að eyða miklum peningum fyrir kannski bara eina kvöldstund í París. Reyndir ferðamenn vita að málið er að velja lönd þar sem maður fær mest fyrir peninginn. AOL fréttasíðan tók saman hagstæðustu löndin fyrir ævintýragjarna ferðamenn.
Það tekur kannski tíma og fjármuni að komast þangað en kostnaður við uppihald er lágt. Sparsamir ná kannski að lifa á 2 þúsund krónum á dag og ná samt að fara í skoðunarferðir og borða gómsætan götumat.
Landslagið þar er ótrúlega fallegt og borgirnar framsæknar. Hægt er að komast af með um 2500 kr á dag. Silkivegurinn er í hávegum hafður á þessum slóðum og þetta er því forvitnilegur og frumlegur staður til þess að heimsækja.
Það er meira um að vera í Rúanda en bara górillur og grænar fjallshlíðar. Ferðamenn komast af með 2700 kr á dag og ná samt að skoða borgina, falleg vötn og litríka markaði.
Georgía býr yfir mikilli vínmenningu en georgísku vínin eru vönduð. Víngerð þar í landi á sér yfir 8 þúsund ára sögu. Lifa má daginn af á tæpum fjögur þúsund krónum og innifalið í því er höfðinglegur matur sem einkennist af kjötkássum og nýbökuðu brauði. Fólkið þar er líka fallegt og vinalegt sem hlýtur að teljast ákveðin fríðindi með hagstæðu verðlagi.
Fyrir tæpar fimm þúsund krónur er hægt að lifa lífinu á Kúbu þar sem takturinn er annar en maður á að venjast. Þar er tilvalið að kveikja upp í vindli og byrja að dansa.