5 ódýr lönd fyrir ferðalanga

Frá Havana, höfuðborg Kúbu.
Frá Havana, höfuðborg Kúbu. AFP

Fólk á það til að eyða mikl­um pen­ing­um fyr­ir kannski bara eina kvöld­stund í Par­ís. Reynd­ir ferðamenn vita að málið er að velja lönd þar sem maður fær mest fyr­ir pen­ing­inn. AOL frétt­asíðan tók sam­an hag­stæðustu lönd­in fyr­ir æv­in­týra­gjarna ferðamenn. 

1. Laos

Það tek­ur kannski tíma og fjár­muni að kom­ast þangað en kostnaður við uppi­hald er lágt. Spar­sam­ir ná kannski að lifa á 2 þúsund krón­um á dag og ná samt að fara í skoðun­ar­ferðir og borða góm­sæt­an götumat.

2. Kazakhst­an

Lands­lagið þar er ótrú­lega fal­legt og borg­irn­ar fram­sækn­ar. Hægt er að kom­ast af með um 2500 kr á dag. Silki­veg­ur­inn er í há­veg­um hafður á þess­um slóðum og þetta er því for­vitni­leg­ur og frum­leg­ur staður til þess að heim­sækja.

3. Rú­anda

Það er meira um að vera í Rú­anda en bara gór­ill­ur og græn­ar fjalls­hlíðar. Ferðamenn kom­ast af með 2700 kr á dag og ná samt að skoða borg­ina, fal­leg vötn og lit­ríka  markaði.

4. Georgía

Georgía býr yfir mik­illi vín­menn­ingu en georgísku vín­in eru vönduð. Vín­gerð þar í landi á sér yfir 8 þúsund ára sögu. Lifa má dag­inn af á tæp­um fjög­ur þúsund krón­um og innifalið í því er höfðing­leg­ur mat­ur sem ein­kenn­ist af kjöt­káss­um og ný­bökuðu brauði. Fólkið þar er líka fal­legt og vina­legt sem hlýt­ur að telj­ast ákveðin fríðindi með hag­stæðu verðlagi.

5. Kúba

Fyr­ir tæp­ar fimm þúsund krón­ur er hægt að lifa líf­inu á Kúbu þar sem takt­ur­inn er ann­ar en maður á að venj­ast. Þar er til­valið að kveikja upp í vindli og byrja að dansa. 

Górillur eru í Rúanda.
Gór­ill­ur eru í Rú­anda. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka