PLAY hefur flug til Antalya og Faro

Mikil eftirvænting var eftir fyrsta fluginu til Antalya meðal áhafnar …
Mikil eftirvænting var eftir fyrsta fluginu til Antalya meðal áhafnar Play. Ljósmynd/Aðsend

Það var mik­il eft­ir­vænt­ing í loft­inu í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar í morg­un þegar flug­fé­lagið PLAY fór í sitt fyrsta áætl­un­ar­flug til tyrk­nesku borg­ar­inn­ar An­ta­lya, en þetta er í fyrsta sinn sem áætl­un­ar­flug verður á milli Íslands og Tyrk­lands. PLAY mun fljúga einu sinni í viku til An­ta­lya frá apríl til júní og svo aft­ur frá sept­em­ber til nóv­em­ber í haust.

An­ta­lya býður upp á heill­andi blöndu af sögu, menn­ingu og nátt­úru, sem ger­ir borg­ina að ein­um af aðaláfanga­stöðunum við Miðjarðar­hafið. Það sem mun vafa­laust draga Íslend­inga að borg­inni er úr­val golf­valla á svæðinu, sem eru marg­ir hverj­ir á heims­mæli­kv­arða.

Auk An­ta­lya fór PLAY í sitt fyrsta flug til portú­gölsku borg­ar­inn­ar Faro um liðna helgi. PLAY mun fljúga tvisvar í viku til Faro til loka októ­ber. Faro er höfuðborg Al­gar­ve-héraðs og er flug­völl­ur­inn í um 15 mín­útna fjar­lægð frá miðborg­inni ef fólk ferðast með bif­reið. Í Al­gar­ve-héraðinu má finna mikið úr­val af sól­ar­strönd­um og golf­völl­um, auk allra þeirra þæg­inda sem fylgja sól­ar­landa­áfanga­stöðum.

„Það er leit­un að ann­arri eins sól­ar­landa­áætl­un og þeirri sem PLAY býður upp á þetta árið. Við höf­um alltaf gefið út að við vilj­um vera leiðandi í þess­um ferðum fyr­ir Íslend­inga, og eru An­ta­lya og Faro frá­bær­ar viðbæt­ur við okk­ar kerfi. Við finn­um fyr­ir mikl­um áhuga Íslend­inga á þess­um stöðum og ég er sann­færður um að okk­ar farþegar munu eiga góðar stund­ir þar,” seg­ir Ein­ar Örn Ólafs­son, for­stjóri PLAY.

Vinkonur skála fyrir sólinni með PLAY.
Vin­kon­ur skála fyr­ir sól­inni með PLAY. Ljós­mynd/​Aðsend
Ferðagleði og tilhlökkun við hliðið.
Ferðagleði og til­hlökk­un við hliðið. Ljós­mynd/​Aðsend
Kampavín og bros áður en flogið er af stað.
Kampa­vín og bros áður en flogið er af stað. Ljós­mynd/​Aðsend
Ferðafélagar tilbúnir í ævintýri.
Ferðafé­lag­ar til­bún­ir í æv­in­týri. Ljós­mynd/​Aðsend
Boðið var upp á gómsætar veitingar.
Boðið var upp á góm­sæt­ar veit­ing­ar. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert