Ekkja Hugh Hefner ástfangin í Afríku

James Ward og Crystal Hefner.
James Ward og Crystal Hefner. Skjáskot/Instagram

Crystal Hefner, ekkja Play­boy-kóngs­ins Hugh Hefner, og kær­asti henn­ar, sjáv­ar­líf­fræðing­ur­inn James Ward, ferðuðust alla leið til Afr­íku til að fagna eins árs sam­bandsaf­mæli sínu.

Hefner, sem fagn­ar 39 ára af­mæli sínu þann 29. apríl næst­kom­andi, og Ward, 41 árs, kynnt­ust í gegn­um sam­eig­in­leg­an vin á banda­rísku Kyrra­hafs­eyj­unni Havaí síðastliðið vor og tengd­ust þá strax nán­um bönd­um.

Fyrr­ver­andi Play­boy-fyr­ir­sæt­an hef­ur gefið skemmti­lega inn­sýn í ferðalag pars­ins á sam­fé­lags­miðlasíðunni In­sta­gram síðustu daga og vik­ur og af mynd­um að dæma þá virðist sem Hefner og Ward séu að njóta alls þess besta sem heims­álf­an hef­ur upp á bjóða.

Parið ætl­ar að eyða heil­um mánuði í að ferðast um Afr­íku og hef­ur þegar heim­sótt Rú­anda, Úganda, Botsw­ana og Zimba­bwe, svo fátt eitt sé nefnt.

Hefner gekk í hjóna­band með stofn­anda Play­boy árið 2012, þá 26 ára göm­ul, og var gift hon­um al­veg þar til hann féll frá, 91 árs að aldri, haustið 2017.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert