Crystal Hefner, ekkja Playboy-kóngsins Hugh Hefner, og kærasti hennar, sjávarlíffræðingurinn James Ward, ferðuðust alla leið til Afríku til að fagna eins árs sambandsafmæli sínu.
Hefner, sem fagnar 39 ára afmæli sínu þann 29. apríl næstkomandi, og Ward, 41 árs, kynntust í gegnum sameiginlegan vin á bandarísku Kyrrahafseyjunni Havaí síðastliðið vor og tengdust þá strax nánum böndum.
Fyrrverandi Playboy-fyrirsætan hefur gefið skemmtilega innsýn í ferðalag parsins á samfélagsmiðlasíðunni Instagram síðustu daga og vikur og af myndum að dæma þá virðist sem Hefner og Ward séu að njóta alls þess besta sem heimsálfan hefur upp á bjóða.
Parið ætlar að eyða heilum mánuði í að ferðast um Afríku og hefur þegar heimsótt Rúanda, Úganda, Botswana og Zimbabwe, svo fátt eitt sé nefnt.
Hefner gekk í hjónaband með stofnanda Playboy árið 2012, þá 26 ára gömul, og var gift honum alveg þar til hann féll frá, 91 árs að aldri, haustið 2017.