Fyrir þau sem eru að hugsa um að flýja land á næstunni þá er uppáhaldseyja Íslendinga, Tenerife, alltaf hinn fínasti kostur. Nóg er framboðið af fínustu hótelum en þau sem vilja leigja sér íbúð, jafnvel með litlu eldhúsi, ættu að skoða þessa íbúð til leigu við sjóinn. Íbúðin er auglýst til leigu á AirBnb og er staðsett á Adeje-ströndinni sem margir eru hvað hrifnastir af.
Útsýnið úr íbúðinni nær yfir sjóinn og yfir fallegan garð með sundlaug og sólbekkjum. Eitt svefnherbergi er í íbúðinni og svefnsófi í stofunni.