Eftir veturinn er yfirleitt mikil sólarþrá í Íslendingum og eflaust flestir farnir að huga að sumarfríum. Ef þú hyggst skella þér til uppáhaldseyjunnar, Tenerife, þá er um að gera að skoða þetta hús sem auglýst er til leigu á vefsíðunni AirBnb.
Húsið er staðsett á Adeje sem er oft talinn besti hluti eyjarinnar til að njóta frísins. Húsinu fylgir upphituð einkasundlaug og skemmtilegt útisvæði. Á kvöldin má njóta lífsins og grilla úti í garði.
Tvö svefnherbergi eru í húsinu sem rúmar fjóra gesti. Húsið er innréttað á stílhreinan hátt og er hið snyrtilegasta.