Lína Birgitta Sigurðardóttir, eigandi Define the Line, og Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor, betur þekktur sem Gummi kíró, eyða páskahátíðinni saman í París í Frakklandi.
Lína birti myndir af þeim í borg ástarinnar í dag, en börn Guðmundar eru með í ferð. Að þessu sinni ákváðu þau að leigja íbúð á íbúðarhóteli, en hingað til hafa þau alltaf verið á hóteli.
Lína og Gummi hafa oft heimsótt París saman, en þau trúlofuðu sig einmitt í borginni fyrir tæpum þremur árum síðan.