Þetta er dýrasti hluturinn sem fannst í ósóttri ferðatösku

Það eru ótrúlegustu hlutir sem finnast í týndum ferðatöskum sem …
Það eru ótrúlegustu hlutir sem finnast í týndum ferðatöskum sem aldrei er vitjað á flugvöllum. Samsett mynd/Nikolai Lehmann/Nicolás Pinilla/Bisakha Datta

Árið 2024 urðu 36 millj­ón­ir ferðataskna viðskila við eig­end­ur sína, ým­ist stoln­ar, týnd­ar eða eyðilagðar. Það ger­ir um sjö tösk­ur á hverj­ar þúsund sem eru inn­ritaðar.

Þótt flest­ar tösk­ur sem týn­ast inni­haldi föt og snyrti­vör­ur þá má einnig finna stórund­ar­lega hluti í ein­hverj­um þeirra. 

Banda­ríski smá­sal­inn Unclai­med Bagga­ge sem sel­ur hluti úr ósótt­um far­angri gef­ur út skýrslu um þá hluti sem þeir fá í hend­urn­ar og af­hjúp­ar und­ar­leg­ustu, dýr­ustu og al­geng­ustu hlut­ina sem finna má í týnd­um far­angri.

Einhver hlýtur að hafa orðið svekktur að týna 18 karata …
Ein­hver hlýt­ur að hafa orðið svekkt­ur að týna 18 karata dem­ants­hring. Sa­bri­anna/​Unsplash

Það dýr­asta tæp­ar fimm millj­ón­ir

Brjóst­brynja frá miðalda­herklæðum eða hjálm­ur róm­versks her­manns voru meðal hluta sem fund­ust í fyrra. Frostþurrkaður hænsn­is­fót­ur og köngu­lær og bjöll­ur í hólk­um fund­ust í tveim­ur mis­mun­andi tösk­um.

Í einni tösku, sem ekki hafði verið vitjað, var að finna steina og var task­an, eins og gef­ur að skilja, óvenju þung.

Dýr­asti hlut­ur­inn sem fannst í ósóttri tösku var átján karata dem­ants­hring­ur úr hvítagulli en and­virði hans var talið vera um 39.000 doll­ar­ar eða tæp­ar fimm millj­ón­ir króna. Þá fannst einnig gyllt Presi­dent Oyster Rol­ex-úr, metið á um 20.000 doll­ara eða um 2,6 millj­ón­ir króna.

Í ein­hverj­um til­fell­um fund­ust rán­dýr­ar flík­ur frá hönnuðum á borð við Al­ex­and­er McQu­een og einnig dýr­ar mynda­vél­ar. Ein ferðatask­an var Lou­is Vuitt­on-taska sem ein og sér er að and­virði 10.000 doll­ara, 1,3 millj­ón­ir króna.

Euro News 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert