Það virðist eins og besta veðrið síðustu sumur sé yfirleitt á Austurlandi og nálægt Egilsstöðum. Þeir sólarsjúku ættu því að hafa þennan bústað í Úlfsstaðaskógi í huga en hann er til leigu á vefsíðunni AirBnb.
Bústaðurinn rúmar fjóra fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn. Leikvellir fyrir börnin eru í stuttu göngufæri en bústaðurinn er aðeins í tíu mínútna akstursfjarlægð frá Egilsstöðum. Þar má heimsækja Vök-náttúruböðin, fá sér að borða eða fara í búð.