Þetta taka heilsugúrúar með í sumarfríið

Það er sniðugt að gera æfingar.
Það er sniðugt að gera æfingar. mbl.is/Thinkstockphotos

Mörg­um finnst gott að viðhalda heils­urútín­unni sinni þótt það sé á ferðalagi yfir sum­ar­tím­ann. Vef­ritið Styl­ist Magaz­ine tók nokkra heilsug­úrúa tali og fékk að for­vitn­ast hvað væri ómiss­andi í ferðatösk­una.

Teygj­ur til að teygja

„Ég pakka alltaf teygj­um með í ferðalagið. Þannig get­ur maður byggt upp vöðva með viðnám­sæfing­um og teygt vel á. Það er mjög mik­il­vægt að halda lík­am­an­um sín­um á hreyf­ingu. Það minnk­ar lík­ur á meiðslum og kem­ur í veg fyr­ir bak­verki sem gætu fylgt því að liggja á sól­bekk all­an liðlang­an dag­inn eða að sofa með kodda sem maður er ekki van­ur,“ seg­ir An­isha Jos­hi osteoópati.

Ökkla­lóð fyr­ir gól­fæf­ing­ar

„Mér finnst mik­il­vægt að hafa lít­il hand­lóð eða lóð fyr­ir ökkla og úlnliði. Ég legg mikla áherslu á að halda heils­urútínu minni þótt ég sé á ferðalagi. Það er hægt að gera ýms­ar píla­tes eða bar­re æf­ing­ar inni á hót­el­her­bergj­um og ökkla­lóðin gera það að verk­um að maður fær enn meira út úr æf­ing­un­um,“ seg­ir Laura Dodd jóga­kenn­ari. 

Upp­blás­inn píla­tes­bolti

„Ég tek með mér lít­inn píla­tes bolta sem hægt er að blása upp á hót­el­her­berg­inu. Ég nota hann til þess að ná streitu úr lík­am­an­um eft­ir flug. Ég ligg þá á gólf­inu og set bolt­ann und­ir höfuðið en ekki und­ir háls­inn. Svo vagga ég hæl­un­um þannig að ég finn að haus­inn vagg­ast einnig lít­il­lega, þannig losa ég um hálsvöðvana. Það er hægt að nota sömu aðferð með mjaðmagrind­ina,“ seg­ir Nahid de Bel­geonne sóma­tísk­ur hreyfiþjálf­ari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert