Koma heim sjálfstæðari og hamingjusamari eftir reisuna

Sunna Natalía og Sóley Bára.
Sunna Natalía og Sóley Bára. Ljósmynd/Aðsend

Vin­kon­urn­ar Sunna Na­tal­ía Eiðsdótt­ir og Sól­ey Bára Þór­unn­ar­dótt­ir kynnt­ust árið 2012 þegar þær stunduðu áhaldafim­leika hjá Fylki og hafa verið límd­ar sam­an síðan þá. Þær eru báðar nýorðnar tví­tug­ar og að stúd­ents­prófi loknu ákváðu þær að skella sér sam­an í tveggja og hálfs mánaða Así­ureisu, og lögðu af stað í fe­brú­ar. Þær stefna báðar á nám í haust og heill­ar sál­fræðin þær mikið.

„Við erum mjög nán­ar, góðar vin­kon­ur og get­um hlegið enda­laust sam­an! Við erum traust­ar hvor ann­arri og get­um rætt um allt og ekk­ert. Við erum lífs­glaðar, mikl­ir húm­orist­ar, eða okk­ur finnst það, og fyrst og fremst stemn­ings­kon­ur. Við vinn­um á Hrafn­istu og svo er Sól­ey bæði dans­ari og dans­kenn­ari hjá Dans­stúd­íói World Class,“ segja þær.

Sunna og Sóley hafa verið perluvinkonur í mörg ár. Hér …
Sunna og Sól­ey hafa verið perlu­vin­kon­ur í mörg ár. Hér eru þar í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég reyndi að sann­færa Sunnu um að koma með mér í reisu í smá tíma og hélt að það væri lang­sótt en á einu góðu laug­ar­dags­kvöldi fékk ég sím­tal frá Sunnu og hún sagði mér að hún væri búin að panta fund hjá ferðaskrif­stof­unni Kil­roy.

Sunna hafði þá líka ráðfært sig við aðra vin­konu sína sem var einnig á leiðinni í reisu. Þá var þetta eig­in­lega bara klappað og klárt. Við fór­um á fund, sögðum þeim frá pæl­ing­um okk­ar og þetta small allt sam­an,“ seg­ir Sól­ey Bára.

Sóley Bára var staðráðin í því að fara í einhvers …
Sól­ey Bára var staðráðin í því að fara í ein­hvers kon­ar reisu eft­ir mennta­skóla. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvert eru þið bún­ar að fara og hvert er för­inni heitið?

„Við byrjuðum ferðina í Dúbaí sem var gjör­sam­lega sturlað. Þaðan flug­um við til Taí­lands og vor­um þar í mánuð. Við heim­sótt­um borg­irn­ar Chiang Mai og Kra­bi og eyj­arn­ar Phuket, Phi Phi, Koh Lanta, Koh Phang­an og Koh Samui. Við elskuðum Taí­land!

Eft­ir dvöl­ina þar fór­um við til Singa­púr og þaðan til Balí. Við byrjuðum Balí-æv­in­týrið í Canggu og fór­um þar í brimbretta­búðir í eina viku. Næst sigld­um við til Gili Trawang­an og erum núna stadd­ar í Uluwatu. Við eig­um eft­ir að fara til Ubud og erum svo spennt­ar fyr­ir því,“ segja þær.

Í Ubud ætla stöll­urn­ar að hitta vin­konu­hóp Sunnu úr Verzl­un­ar­skól­an­um í nokkra daga og er planið að njóta, hlæja og hafa gam­an. Þær ætla svo að fljúga til Nor­egs og heim­sækja móður Sunnu sem býr þar, og verja tíma með henni áður en haldið verður heim til Íslands.

Hér er Sunna Natalía fyrir framan eina af fjölmörgum 7/11 …
Hér er Sunna Na­tal­ía fyr­ir fram­an eina af fjöl­mörg­um 7/​11 búðum í Taílandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig byggðu þið ferðina upp?

„Kil­roy sá um að skipu­leggja ferðina að mestu leyti. Við kom­um með upp­ástung­ur um hvaða lönd við vild­um fara til og hvað okk­ur langaði að upp­lifa. Þau skipu­lögðu svo í kring­um það á núll einni og sendu okk­ur plan með öll­um upp­lýs­ing­um. Við fín­pússuðum svo ferðina og bókuðum nokkr­ar gist­ing­ar sjálf­ar og áður en við viss­um af vor­um við bún­ar að græja flest allt.“

Vinkonurnar flugu frá Íslandi í febrúar og héldu á vit …
Vin­kon­urn­ar flugu frá Íslandi í fe­brú­ar og héldu á vit æv­in­týr­anna. Ljós­mynd/​Aðsend

„Draum­ur­inn okk­ar hef­ur alltaf verið að ferðast til Taí­lands og Balí og stóðu staðirn­ir held­ur bet­ur und­ir vænt­ing­um. Við vild­um ekki vera alltaf á flakki og í flug­vél svo við ákváðum að stoppa leng­ur á hverj­um stað og fara því til færri landa held­ur en við hefðum getað gert. Með því náðum við að upp­lifa svo margt í hverju landi ásamt því að slaka á og njóta.“

Hvað hef­ur verið það eft­ir­minni­leg­asta í ferðinni hingað til?

„Það sem stóð upp úr í Dúbaí var klár­lega að fara á jeppa­safarí í eyðimörk­inni, okk­ur fannst það ótrú­lega gam­an. Taí­land er ynd­is­leg­ur staður. Fólkið er svo ein­lægt og all­ir eru svo hjálp­sam­ir, sam­fé­lagið er mjög fal­legt og all­ir deila öllu. Við hitt­um mikið af vin­um okk­ar frá Íslandi í Taílandi sem var svo gam­an, enda eru Íslend­ing­ar alltaf stemn­ings­fólk.“

Taíland stóð undir væntingum hjá vinkonunum og bjuggu þær til …
Taí­land stóð und­ir vænt­ing­um hjá vin­kon­un­um og bjuggu þær til ógleym­an­leg­ar minn­ing­ar þar. Ljós­mynd/​Aðsend

„LaPo­int-brimbretta­búðirn­ar á Balí munu alltaf eiga stór­an stað í hjarta okk­ar. Það var mögnuð upp­lif­un að fá að læra á brimbretti og ná fyrstu öld­un­um okk­ar, ásamt því vor­um við um­kringd­ar ynd­is­legu fólki all­an dag­inn. Við eignuðumst dansk­ar vin­kon­ur í búðunum sem við get­um ekki beðið eft­ir því að heim­sækja einn dag­inn eða sýna þeim um Ísland,“ segja þær.

Sóley og Sunna kunna vel við sig á Balí og …
Sól­ey og Sunna kunna vel við sig á Balí og hafa varið tíma sín­um þar með öðrum skemmti­leg­um ferðalöng­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Hverju mælið þið með að pakka í ferðatösk­una fyr­ir langa ferð?

„Það er svo margt, við gæt­um mögu­lega gert heila grein um það, en pökk­un­ar­hólf hafa reynst okk­ur vel og sparað okk­ur mik­inn tíma þar sem þau gera manni kleift að hafa auðveld­lega gott skipu­lag í tösk­unni. Góðar hár­vör­ur eins og frá merk­inu Kér­asta­se og álíka eru mik­il­væg­ar þar sem við sem búum á Íslandi erum óvön óhreinu vatni, og fer vatnið mjög illa með hárið og oft húðina líka.“

Það er mikilvægt að hugsa vel um hárið og húðina …
Það er mik­il­vægt að hugsa vel um hárið og húðina þegar farið er í sund­laug eða sjó dag­lega. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég hef séð Sól­eyju oft­ar með svefn­grímu á sér held­ur en ekki, svo ætli það sé ekki ákveðinn staðal­búnaður á svona löngu ferðalagi,“ seg­ir Sunna Na­tal­ía.

Hvað finnst ykk­ur vera það skemmti­leg­asta við að ferðast til fram­andi staða?

„Það hef­ur verið svo gam­an að sjá ólíka menn­ingu og prufa alls kon­ar nýj­an mat þar sem við erum báðar mikl­ir mat­gæðing­ar. Það hef­ur líka verið magnað að sjá nátt­úr­una hérna úti og þá sér­stak­lega strend­urn­ar. Það að fá að upp­lifa heim­inn í öðru ljósi hef­ur verið mjög lær­dóms­ríkt og líka skemmti­legt. Við sem kom­um frá Íslandi erum mikl­ir for­rétt­indapés­ar og þegar maður sér með sín­um eig­in aug­um hvernig fólk lif­ir og kemst af hér, átt­ar maður sig á því hvað við höf­um það gott.

Okk­ur gafst tæki­færi til þess að gista í heima­húsi í Ump­hang í Taílandi. Þar voru heim­ilisaðstæður sem við höf­um aldrei séð áður og við trúðum því varla að þetta væri raun­veru­leik­inn þeirra á hverj­um degi, en bara okk­ar í fjór­ar næt­ur.“

Stelpurnar ferðuðust víða um Taíland á fjórum vikum og sáu …
Stelp­urn­ar ferðuðust víða um Taí­land á fjór­um vik­um og sáu þenn­an apa á eyj­unni Phi Phi. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við mæl­um ein­dregið með því að fara í reisu. Taktu þér pásu og sjáðu heim­inn! Rétti ferðafé­lag­inn skipt­ir þó öllu máli og við dutt­um í lukkupott­inn. Þetta er besta ákvörðun sem við höf­um tekið í lífi okk­ar. Við höf­um skapað minn­ing­ar sem við mun­um halda fast í og upp­lifað hluti sem er ekki hægt að lýsa rétt með orðum.

Heim­ur­inn er svo fal­leg­ur og það hafa verið mik­il for­rétt­indi að fá tæki­færi til að standa á eig­in fót­um og upp­lifa lífið hinum meg­in á hnett­in­um. Við mun­um koma heim upp­full­ar af þakk­læti og gleði eft­ir þessa mögnuðu ferð. Við erum sjálf­stæðari, reynd­ari og fyrst og fremst ham­ingju­sam­ari eft­ir tveggja og hálfs mánaðar reisu,“ segja þær að lok­um.

Hægt er að finna stelpurnar á samfélagsmiðlum undir nöfnunum sunnanataliaa …
Hægt er að finna stelp­urn­ar á sam­fé­lags­miðlum und­ir nöfn­un­um sunn­ana­taliaa og so­leythor­unn­ar, fyr­ir þá sem vilja fá að sjá fleiri mynd­ir og mynd­bönd úr ferðinni. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert