Fékk laxasæðismeðferð í Suður-Kóreu

Nicky Kelvin ákvað að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að …
Nicky Kelvin ákvað að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að prófa laxasæðismeðferð. Samsett mynd/Ann Danilina/Instagram

Þær eru alls kon­ar and­litsmeðferðirn­ar sem fólk sæk­ist eft­ir í dag, allt frá bý­flugna­stung­um til 24-karata gullmeðferðar. Meðferðin sem tröllríður öllu um þess­ar mund­ir er hins veg­ar and­litsmeðferð með laxa­sæði.

Breski ferðasér­fræðing­ur­inn og áhrifa­vald­ur­inn Nicky Kel­vin ferðaðist alla leið til Seúl í Suður-Kór­eu til að prófa hina óvenju­legu nýj­ung þar sem laxa­sæði er sprautað í húðina. 

Stjörn­ur á borð við Kim Kar­dashi­an og Jenni­fer Anist­on hafa sagst prófað laxa­sæðismeðferðina.

Suður-Kórea með bestu húðvör­urn­ar

Kel­vin ákvað að ferðast yfir hálf­an hnött­inn til að prófa þessa meðferð og sýndi frá því á In­sta­gram-síðu sinni. Ástæðuna fyr­ir ferðalag­inu sagði Kel­vin að Suður-Kórea væri besti staður í heimi fyr­ir húðvör­ur.

Hann fór á Cheongdam La Belle Cl­inic og byrjaði þar í rakameðferð ætlaðri að end­ur­nýja húðina. Að þeirri meðferð lok­inni var and­litið smurt með deyfikremi, sem tók nokk­urn tíma að ná virkni.

Þá var hann flutt­ur í annað her­bergi til að hefja laxa­sæðismeðferðina en alls 700 spraut­um var komið fyr­ir á and­liti hans sem eiga að örva kolla­gen- og ela­stín­fram­leiðslu, bæta raka og yngja húðina. 

Að lok­um var sett á hann and­lits­gríma með led-ljós­um til að klára meðferðina. Hann var að von­um hæst­ánægður með út­kom­una. 

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert