Gurrý og Nonni ástfangin á Tenerife

Guðríður Erla Torfadóttir og Jón Benediktsson nutu lífsins á Tenerife …
Guðríður Erla Torfadóttir og Jón Benediktsson nutu lífsins á Tenerife um páskana. Ljósmynd/Instagra

Guðríður Erla Torfa­dótt­ir, eða Gurrý eins og hún er kölluð, fór til Teneri­fe um pásk­ana með kær­asta sín­um, Jóni Bene­dikts­syni fiskút­flytj­anda í Reykja­nes­bæ. Gurrý varð heims­fræg á Íslandi þegar hún þjálfaði kepp­end­ur í sjón­varpsþætt­in­um The Big­gest Loser Ísland sem sýnd­ir voru hér­lend­is um nokk­urra ára skeið. Í dag er Gurrý einkaþjálf­ari og held­ur vin­sæl nám­skeið fyr­ir fólk sem vill lifa betra lífi. 

Hvar er betra að njóta þess að vera til en akkúrat á sól­ríku eyj­unni sem Íslend­ing­ar elska, sjálfri Teneri­fe. Vin­sæld­ir eyj­unn­ar hafa ekk­ert dvínað og eru dæmi um að fólk fari þangað nokkr­um sinn­um á ári til þess að njóta lífs­ins. 

Eins og sést á ljós­mynd­inni sem Gurrý og Nonni birtu af sér á In­sta­gram þá hef­ur sól­ríka eyj­an við Afr­íku­strend­ur farið mjúk­um hönd­um um parið í páskafrí­inu. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Gurrý (@gurrytorfa)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert