Hrafnhildur Hafsteins með í Ljóskureisunni

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, ásamt dóttur sinni Ísabellu Ósk og vinkonu hennar …
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, ásamt dóttur sinni Ísabellu Ósk og vinkonu hennar Birnu Mjöll. Hrafnhildur skrifar í færslu á Instagram að Diamond Beach sé ein sú fegursta sem hún hafi séð. Skjáskot/Instagram

At­hafna­kon­an Hrafn­hild­ur Haf­steins­dótt­ir, eig­in­kona tón­list­ar­manns­ins Bubba Mort­hens, ferðaðist alla leið til Balí til að heim­sækja dótt­ur sína, Ísa­bellu Ósk J. Mort­hens, og vin­konu henn­ar Birnu Mjöll Björg­vins­dótt­ur. Ísa­bella og Birna hafa verið í heims­reisu síðan í fe­brú­ar, und­ir for­merkj­um Ljós­kureis­unn­ar á In­sta­gram, og ætla að vera á far­alds­fæti fram í byrj­un júní.

Balí er eyja og hérað í Indó­nes­íu, en héraðinu fylgja einnig smá­eyj­arn­ar Nusa Penida, Nusa Lem­bong­an og Nusa Cen­ing­an. Héraðið er eitt helsta aðdrátt­ar­afl ferðamanna í allri Indó­nes­íu og er ferðaþjón­usta þar um 80% af lands­fram­leiðslunni. 

Eins og drottning í Balí-rólunni í Ubud.
Eins og drottn­ing í Balí-ról­unni í Ubud. Skjá­skot/​In­sta­gram

Hrafn­hild­ur dvaldi á Balí í tvær vik­ur og naut sól­ar­inn­ar og hvítra sand­stranda. Sam­an ferðuðust þær þrjár til staða eins og Ubud, Gili T, Nusa Penida og Uluwatu, líkt og seg­ir í In­sta­gram-færslu Ljós­kureis­unn­ar. Þá fóru þær á hina rómuðu Dem­ants­strönd, eða Diamond beach, á eyj­unni Nusa Penida.

Tekn­ar voru guðdóm­leg­ar mynd­ir af Hrafn­hildi í rauðum kjól með síðum slóða í Bali-ról­unni í Ubud. Ekki er annað hægt að sjá en að þær hafi notið dval­ar­inn­ar í botn.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert