Kynþokkafullir áfangastaðir fyrir pör

Það er vitaskuld spennandi og forvitnilegt að fara á nektaráfangastaði.
Það er vitaskuld spennandi og forvitnilegt að fara á nektaráfangastaði. Pedro Sousa/Unsplash

Nú þegar tími or­lofa og ferðalaga er rétt hand­an við hornið er skemmti­legt að spá í hvert hægt er að flýja með mak­an­um til að fá frí frá dag­legu amstri og barna­stússi. Á vefsíðu Ho­neymoons er að finna lista yfir kynþokka­fulla áfangastaði þar sem fatnaður er val­frjáls.

Það get­ur ekki tal­ist annað en kost­ur; því færri flík­um sem þarf að klæðast því létt­ari verður ferðatask­an.

Að vera á nektaráfangastað er kjörin leið til að losna …
Að vera á nektaráfangastað er kjör­in leið til að losna við hvítt far. Day­ana Brooke/​Unsplash

Ri­viera Maya, Mexí­kó

Á þess­um áfangastað er hægt að kveðja allt sem heit­ir bik­iní- eða sund­buxnafar. Staður­inn er tal­inn einn besti áfangastaður­inn í Mexí­kó og víðar, með öllu inni­földu og ætlaður ein­ung­is full­orðnum. 

Á Ri­viera Maya er hægt að spóka sig um topp­laus, nak­inn eða í sund­föt­um, allt eft­ir eig­in ósk­um. Á eina hönd er þétt­ur frum­skóg­ur en á hina er fal­legt út­sýni til sjáv­ar. 

Fullkomið æðruleysi í suðrænu umhverfi.
Full­komið æðru­leysi í suðrænu um­hverfi. nik drum/​Unsplash

Bali Au Natur­el, Indó­nesía

Sé leit­in ekki ein­ung­is að áfangastað þar sem parið get­ur dandal­ast á adam- og evu­klæðunum, held­ur einnig að stað sem er einnig mjög fram­andi, þá er Bali Au Natur­el spenn­andi kost­ur.

Á Bali Au Natur­el er hægt að upp­lifa hið full­komna æðru­leysi í suðrænu um­hverfi þar sem boðið er m.a. upp á nekt­ar­sund­laug­ar, köf­un og snorkl, báts­ferðir og höfr­unga­skoðun.

Le Porge er áfangastaður sem liggur að Atlantshafinu.
Le Por­ge er áfangastaður sem ligg­ur að Atlants­haf­inu. Marie Dehayes/​Unsplash

Le Por­ge, Frakk­land

Ekki er hægt að segja annað en að víðsýn­in sé mik­il á þess­um nektaráfangastað sem ligg­ur með strönd Atlants­hafs­ins í Frakklandi. Parið get­ur leyft föt­un­um að fjúka og notið sól­ar­inn­ar í frísk­andi golu frá haf­inu.

Það er mik­il­vægt að hafa í huga á þess­um áfangastað að sums staðar er nekt skil­yrði, þ.á.m á strönd­inni, í sund­laug­inni og á golf­vell­in­um, sem er eini nekt­ar­golf­völl­ur­inn í heim­in­um. Hægt er að njóta fleiri afþrey­inga nak­inn, t.d. hjól­reiða og lík­ams­rækt­ar.

Vel falinn nektaráfangastaður er líklega eitthvað sem einhverjum hugnast.
Vel fal­inn nektaráfangastaður er lík­lega eitt­hvað sem ein­hverj­um hugn­ast. Fabrice Parchet/​Unsplash

Popa Para­dise, Panama

Eini nektaráfangastaður­inn í Panama er Popa Para­dise. Staður­inn er vel fal­inn í nokk­urri fjar­lægð frá miðbæ Bocas svo hægt er að njóta nekt­ar­inn­ar und­ir ber­um himni án þess að ótt­ast al­manna­augað.

Staður­inn er á norðvest­an­verðum odda Isla Popa-eyj­unn­ar. Hægt er að snorkla og jafn­vel skreppa í báts­ferð til und­urfag­urra staða á borð við Dolp­hin Bay og Zapa­tillas Cays.

Það hljómar eins og draumur að fara með makanum á …
Það hljóm­ar eins og draum­ur að fara með mak­an­um á nektaráfangastað í Flórída. Rich­ard Sa­gredo/​Unsplash

Kissimmee, Flórída

Cypress Cove er nektaráfangastaður í Flórída sem nær yfir 200 hekt­ara af grósku­miklu landi. Staður­inn er fjöl­skyldu­rek­inn og sagður fjöl­skyldu­vænn þótt flest­ir sem sækja staðinn séu full­orðnir.

Frels­andi and­rúms­loftið er ekki það eina sem hægt er að njóta held­ur er um að gera að skella sér í kayak eða kanó-ferðir og spila níu hol­ur á næsta golf­velli.

Mikilvægt er að kynna sér vel reglur áfangastaðarins svo fólk …
Mik­il­vægt er að kynna sér vel regl­ur áfangastaðar­ins svo fólk mæti ekki berrassað þar sem kraf­ist er fullra klæða. Her­bert Ritsch/​Unsplash

Að lok­um

Það er vita­skuld spenn­andi og for­vitni­legt að fara á nektaráfangastaði. Þrátt fyr­ir skemmt­un­ina er mik­il­vægt að hafa nokk­ur atriði í huga. 

Í fyrsta lagi er gott að kynna sér vel regl­ur staðar­ins, t.d. um hvort nekt sé aðeins leyfð á ákveðnu svæði eða alls staðar. Þá get­ur verið að staður­inn leyfi fulla nekt eða ein­ung­is að hluta, t.d. að vera ber að ofan. 

Gott er að hafa hand­klæði meðferðis ef parið finn­ur þörf fyr­ir að hylja nekt­ina.

Ekki glápa eins og eld­göm­ul sápa, en þannig er þægi­legt og af­slappað and­rúms­loft gesta tryggt. 

Ho­neymoons

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert