Nú þegar tími orlofa og ferðalaga er rétt handan við hornið er skemmtilegt að spá í hvert hægt er að flýja með makanum til að fá frí frá daglegu amstri og barnastússi. Á vefsíðu Honeymoons er að finna lista yfir kynþokkafulla áfangastaði þar sem fatnaður er valfrjáls.
Það getur ekki talist annað en kostur; því færri flíkum sem þarf að klæðast því léttari verður ferðataskan.
Á þessum áfangastað er hægt að kveðja allt sem heitir bikiní- eða sundbuxnafar. Staðurinn er talinn einn besti áfangastaðurinn í Mexíkó og víðar, með öllu inniföldu og ætlaður einungis fullorðnum.
Á Riviera Maya er hægt að spóka sig um topplaus, nakinn eða í sundfötum, allt eftir eigin óskum. Á eina hönd er þéttur frumskógur en á hina er fallegt útsýni til sjávar.
Sé leitin ekki einungis að áfangastað þar sem parið getur dandalast á adam- og evuklæðunum, heldur einnig að stað sem er einnig mjög framandi, þá er Bali Au Naturel spennandi kostur.
Á Bali Au Naturel er hægt að upplifa hið fullkomna æðruleysi í suðrænu umhverfi þar sem boðið er m.a. upp á nektarsundlaugar, köfun og snorkl, bátsferðir og höfrungaskoðun.
Ekki er hægt að segja annað en að víðsýnin sé mikil á þessum nektaráfangastað sem liggur með strönd Atlantshafsins í Frakklandi. Parið getur leyft fötunum að fjúka og notið sólarinnar í frískandi golu frá hafinu.
Það er mikilvægt að hafa í huga á þessum áfangastað að sums staðar er nekt skilyrði, þ.á.m á ströndinni, í sundlauginni og á golfvellinum, sem er eini nektargolfvöllurinn í heiminum. Hægt er að njóta fleiri afþreyinga nakinn, t.d. hjólreiða og líkamsræktar.
Eini nektaráfangastaðurinn í Panama er Popa Paradise. Staðurinn er vel falinn í nokkurri fjarlægð frá miðbæ Bocas svo hægt er að njóta nektarinnar undir berum himni án þess að óttast almannaaugað.
Staðurinn er á norðvestanverðum odda Isla Popa-eyjunnar. Hægt er að snorkla og jafnvel skreppa í bátsferð til undurfagurra staða á borð við Dolphin Bay og Zapatillas Cays.
Cypress Cove er nektaráfangastaður í Flórída sem nær yfir 200 hektara af gróskumiklu landi. Staðurinn er fjölskyldurekinn og sagður fjölskylduvænn þótt flestir sem sækja staðinn séu fullorðnir.
Frelsandi andrúmsloftið er ekki það eina sem hægt er að njóta heldur er um að gera að skella sér í kayak eða kanó-ferðir og spila níu holur á næsta golfvelli.
Það er vitaskuld spennandi og forvitnilegt að fara á nektaráfangastaði. Þrátt fyrir skemmtunina er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga.
Í fyrsta lagi er gott að kynna sér vel reglur staðarins, t.d. um hvort nekt sé aðeins leyfð á ákveðnu svæði eða alls staðar. Þá getur verið að staðurinn leyfi fulla nekt eða einungis að hluta, t.d. að vera ber að ofan.
Gott er að hafa handklæði meðferðis ef parið finnur þörf fyrir að hylja nektina.
Ekki glápa eins og eldgömul sápa, en þannig er þægilegt og afslappað andrúmsloft gesta tryggt.