Allra skítugustu hlutirnir á hótelherbergjum

Starfsfólk hefur oft lítinn tíma til að þrífa hótelherbergi.
Starfsfólk hefur oft lítinn tíma til að þrífa hótelherbergi. Ljósmynd/pexels

Sér­fræðing­ur í ör­ygg­is­mál­um seg­ir ferðamönn­um sem dvelja á hót­el­um eða öðrum gististöðum að gæta sín á ákveðnum hlut­um sem þykja ein­stak­lega skít­ug­ir. Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un Daily Mail.

Hót­el­her­bergi, hversu þrifa­leg sem þau kunna að virðast, eru oft skít­ugri en venju­legt heim­ili og jafn­vel skít­ugri en skól­ar. Og þó að hót­el­in skarti mörg­um stjörn­um þá geta þau samt reynst skít­ugri en önn­ur.

Skít­ug­ustu hlut­irn­ir á hót­el­um

Rúm­teppi, skraut­púðar og teppi eru skít­ug­ust. Þau eru ekki þrif­in á milli gesta vik­um og jafn­vel mánuðum sam­an. Þannig safn­ast upp húðflygs­ur, lík­ams­vess­ar, slef og aðrir sýkl­ar.

Best er að fjar­lægja þessa hluti af rúm­inu við fyrsta tæki­færi. Svo er sniðugt að taka með sér kodda­ver að heim­an til þess að setja utan um púða sem gætu verið „mengaðir“.

Hrein­gern­ing­ar­fólk fær lítið borgað fyr­ir gríðarlega vinnu og nær ekki að þrífa hvern ein­asta hlut. Þau læra því fljótt að láta her­bergi líta út fyr­ir að vera hreint án þess að þrífa það vand­lega.

Fjar­stýr­ing­ar og sím­ar eru hlut­ir sem all­ir snerta og þar geta ýms­ir sýkl­ar leynst. Sér­stak­lega sýkl­ar sem geta valdið maga­k­veis­um eða kvefpest­um. Mælt er með því að fólk hafi með sér sótt­hreins­andi blautþurrk­ur sem hægt er að þrífa alla snertifleti með.

Sturtu­haus­ar, sturtu­hengi, baðker og vask­ar á baðher­bergj­un­um eru sýkla­stía. Rann­sókn hef­ur t.d. sýnt það að sturtu­haus sé 25 þúsund sinn­um skít­ugri en kló­sett­seta.

Sum­ir sem starfa í her­berg­isþrif­um nota sömu tusk­una til þess að þrífa kló­sett, vask og borð og auka þar með hætt­una á að sýkl­ar dreif­ist um.

Gott er að strjúka yfir öll svæði með blautþurrk­um áður en áfram er haldið. Þá er gott að leyfa heitu vatni að renna úr sturtu­hausn­um í eina mín­útu til þess að ná að skola burt helstu bakt­erí­un­um og þrífa létt baðkarið.

Ísfat­an á hót­el­her­bergj­um virk­ar kannski sára­sak­laus en get­ur verið gróðrastía fyr­ir bakt­erí­ur. Marg­ir hót­elgest­ir hafa notað föt­una fyr­ir margt annað en bara ís­mola. Sagt er að fat­an hafi stund­um verið notuð sem gubbufata og ekki þrif­in al­menni­lega á milli gesta. Sér­fræðing­ar mæla alltaf með að fólk setji fyrst plast­poka í föt­una áður en ís­mol­arn­ir eru sett­ir í.

Kaffi­vél­in get­ur verið góður staður fyr­ir bakt­erí­ur og myglu að vaxa og dafna enda er þetta mjög hlýr og rak­ur staður. Ef vél­in er ekki þrif­in reglu­lega þá get­ur kaffið liðið fyr­ir það. Sama á við um glös­in, gott er að skola þau áður en drukkið er úr þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert