„Stutta svarið er að mér líður svo vel“

Hildur Örlygsdóttir hefur dvalið í Marokkó síðan í janúar og …
Hildur Örlygsdóttir hefur dvalið í Marokkó síðan í janúar og elskar land og þjóð. Ljósmynd/Aðsend

Ævin­týra­kon­an Hild­ur Örlygs­dótt­ir er heilluð af Mar­okkó og hef­ur dvalið þar síðan í janú­ar. Hún er á þrítugs­aldri og lærði ljós­mynd­un við Gris­Art í Barcelona. Ástríða henn­ar felst í að fanga augna­blik og um­hverfi á mynd, sér­stak­lega eitt­hvað æv­in­týra­legt og spenn­andi.

Hild­ur er bú­sett norður á Trölla­skaga, á Sigluf­irði, og milli þess sem hún ferðast starfar hún m.a. við leiðsögn á Síl­ar­minja­safn­inu.

Hildur segir innfædda hafa frá fyrsta degi boðið hana velkomna …
Hild­ur seg­ir inn­fædda hafa frá fyrsta degi boðið hana vel­komna til lands­ins. Ljós­mynd/​Aðsend

Ætlaði að ferðast strand­lengj­una til Portúgal

„Ævin­týraþrá og frels­islöng­un dró mig hingað fyrst í nóv­em­ber í fyrra. Vin­kona mín hafði dvalið hér í ein­hverja mánuði og ég kom meðal ann­ars til að hitta hana. Ég eyddi þrem­ur vik­um á flakki upp og niður strand­lengj­una frá Aga­dir til Essa­ouira, fór á brimbrettanám­skeið í strand­bæn­um Im­soua­ne, í heil­un­ar- og jóga­búðir í Tamrag­ht og varð ást­fang­in af landi og þjóð.“

Í janú­ar hafði sama vin­kona sam­band við Hildi og sann­færði hana um að koma aft­ur til að ferðast með strand­lengj­unni til Portúgal. Ekk­ert er meira freist­andi en að yf­ir­gefa kalda og dimma daga janú­ar­mánaðar og fara á suðrænni slóðir og því varð valið ekki erfitt. 

„Eft­ir alls ekki mikla um­hugs­un sló ég til og síðan þá, þrem­ur mánuðum seinna, er ég enn hér.“

Hild­ur bæt­ir við að hún hafi ekki drifið alla leið til Portúgal og hafi ferðin endað í hafn­ar­borg­inni Tangier. Þaðan ferðaðist hún um Norður-Mar­okkó, áður en hún hélt aft­ur suður, í strand­bæ­inn Tamrag­ht, þar sem hún hef­ur mest­megn­is dvalið.

Strandlífið er sérstaklega sjarmerandi.
Strand­lífið er sér­stak­lega sjarmer­andi. Ljós­mynd/​Aðsend
Sólarlag við ströndina.
Sól­ar­lag við strönd­ina. Ljós­mynd/​Aðsend

Dvöl á mis­mun­andi stöðum

„Ég hef aðallega verið á flakki á milli strand­bæj­anna Tamrag­ht og Tag­hazout, en einnig ferðast mikið um. Af borg­un­um sem ég hef heim­sótt stend­ur menn­ing­ar­mekk­an Fez upp úr og fjalla­borg­in Chefchou­en eða „bláa perl­an“ sem ég heillaðist mjög af og hlakka til að heim­sækja aft­ur.“

Að sögn Hild­ar er mjög ódýrt að lifa í Mar­okkó og kem­ur það stöðugt á óvart. Hún nefn­ir dæmi um að brauð í baka­ríi kosti 13 kr. og kíló af jarðarberj­um 270 kr. Hún hef­ur leigt tveggja her­bergja íbúð á 50.000 kr. á mánuði en bæt­ir við að hægt og bít­andi fari leigu- og hús­næðis­verð hækk­andi, sér­stak­lega á þeim stöðum þar sem ferðamanna­straum­ur er mik­ill.

„Sem ger­ir inn­fædd­um oft erfitt fyr­ir að búa þar því laun eru ekki í sam­ræmi við verð á hús­næði, sem er afar sorg­leg þróun.“

„Að koma hingað er ferðalag fyrir öll skilningarvit, framandi lykt …
„Að koma hingað er ferðalag fyr­ir öll skiln­ing­ar­vit, fram­andi lykt af krydd­um, ilm­ur af myntu, jasmín og sed­ar­við.“ Ljós­mynd/​Aðsend

Gæði dval­arstaða Hild­ar eru mis­mun­andi enda ekki annað hægt þegar um ræðir svo mikla æv­in­týra­konu. Hún hef­ur gist í hús­bíl með vin­konu sinni, leigt út­sýnis­íbúð við strönd­ina í Tag­hazout, gist á hosteli og leigt eins kon­ar smá­hýsi með sund­laug.

„En núna er ég að leigja her­bergi í Tamrag­ht.“

Er ekki rétt að þú ert í raun búin að vera leng­ur en þú ætlaðir þér, af hverju?

„Stutta svarið er að mér líður svo vel,“ svar­ar Hild­ur skel­egg og seg­ist ein­fald­lega fylgja flæðinu. Í því felst m.a. að plana hlut­ina ekki um of. Hins veg­ar þarf uppi­haldið að vera eitt­hvað og starfaði Hild­ur í fimm vik­ur á gisti­heim­il­inu Dar Geor­ge í Tamrag­ht en hún er einnig með sjálf­stætt verk­efni sem hún vinn­ur af og til í.

„Það er svo mikil fegurð sem leynist í einfaldleika hversdagsins …
„Það er svo mik­il feg­urð sem leyn­ist í ein­fald­leika hvers­dags­ins og fyr­ir mér eru það mestu lífs­gæðin.“ Ljós­mynd/​Aðsend
„Ég hef aðallega verið á flakki á milli strandbæjanna Tamraght …
„Ég hef aðallega verið á flakki á milli strand­bæj­anna Tamrag­ht og Tag­hazout, en einnig ferðast mikið um.“ Ljós­mynd/​Aðsend

Lífs­gæðin fel­ast í hvers­dags­leik­an­um

Spurð út í bestu upp­lif­un­ina seg­ir Hild­ur það ef­laust vera augna­blik­in í sjón­um með brimbrettið, í full­kom­inni nú­vit­und.

Hvað er það fal­leg­asta við Mar­okkó?

„Það er svo mik­il feg­urð sem leyn­ist í ein­fald­leika hvers­dags­ins og fyr­ir mér eru það mestu lífs­gæðin.“

Hún seg­ir veðrið vera æðis­legt, um 24 gráður og glamp­andi sól sem virki líkt og fleiri klukku­stund­ir séu í sól­ar­hringn­um. Þá verji fólk mikl­um tíma hvert með öðru, bæði fjöl­skyld­um og vin­um. 

„Að koma hingað er ferðalag fyr­ir öll skiln­ing­ar­vit, fram­andi lykt af krydd­um, ilm­ur af myntu, jasmín og sed­ar­við, mat­ur­inn fersk­ur og ljúf­feng­ur. Sjón­rænt er allt svo lit­ríkt, mikið af munstr­um og mis­mun­andi áferðum, svo finnst mér ar­ab­íska letrið vera eitt það fal­leg­asta og mjög hljóm­fag­urt hvernig sér­stak­lega kon­urn­ar tala tungu­málið og beita rödd­inni eins og þær séu að syngja í háum tón. Svo er nátt­úr­an svo fjöl­breytt, frá eyðimörk­um til skóg­lend­is og fjall­g­arða.“

Sem konu á svo framandi slóðum, finnst Hildi öryggi sínu …
Sem konu á svo fram­andi slóðum, finnst Hildi ör­yggi sínu aldrei hafa verið ógnað. Ljós­mynd/​Aðsend

Þegar við kom­um inn á áskor­an­irn­ar sem fylgja því að vera kona og dvelja í landi með svo ólíka menn­ingu seg­ir Hild­ur mun­inn á Íslandi og Mar­okkó vera mik­inn, þar sem flest­ir í því síðar­nefnda séu mús­lím­ar.

Hins veg­ar sé svo margt sem sam­eini menn­ing­ar­heim­ana og hef­ur heims­mynd henn­ar breyst mikið við dvöl­ina.

„Ég held að marg­ir Vest­ur­landa­bú­ar heyri sög­ur sem eru byggðar á fá­fræði og for­dóm­um og byggi skoðanir sín­ar á því. En auðvitað sker ég mig úr ver­andi hvít, blá­eygð og ljós­hærð. Það kem­ur fyr­ir að kallað sé á eft­ir mér úti á götu og þá þarf að hafa þykk­an skráp, vera ákveðinn og hafa var­ann á. En þrátt fyr­ir að hafa komið hingað ein­söm­ul og ferðast mikið um þá hef­ur mér aldrei fund­ist ör­yggi mínu ógnað.“

Hild­ur lýs­ir inn­fædd­um sem hlýju fólki með mik­inn ná­ungakær­leika og húm­or.

„Það ger­ist nán­ast á hverj­um degi að ein­hver inn­fædd­ur gef­ur sig á tal við mig, hvort sem það er kaupmaður­inn á horn­inu, leigu­bíl­stjóri eða tesölumaður á strönd­inni.“ Fólk bjóði hana vel­komna til Mar­okkó með orðinu „mar­haba“ sem þýðir „vel­kom­in“ og seg­ist hún varla hafa tölu á því hve mikið af góðu fólki hún hef­ur kynnst og hve marga vini hún hef­ur eign­ast frá hinum ýmsu heims­horn­um.

Á ferð um eyðimörkina.
Á ferð um eyðimörk­ina. Ljós­mynd/​Aðsend
Bátar í höfn.
Bát­ar í höfn. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert