Fann hamingjuna nakinn

Fólki finnst gaman að vera nakið saman.
Fólki finnst gaman að vera nakið saman. Unsplash.com/Anne Spratt

Andrew Welch ákvað að flytja í nekt­ar­ný­lendu í breskri sveita­sælu. Staður­inn heit­ir Spielplatz og á sér langa sögu en hann var stofnaður árið 1928. 

„Í dag eru fjór­ir staðir í Bretlandi þar sem hægt er að vera nak­inn í takt við nátt­úr­una, sér til heilsu­efl­ing­ar.

Maður verður að vera nak­inn til þess að synda í úti­laug­inni, í heita pott­in­um eða þegar slakað er á í guf­unni. Ann­ars eru föt val­kvæð og und­ir hverj­um og ein­um komið,“ seg­ir Andrew Welch núd­isti í pistli sín­um í Daily Mail.

„Þegar heitt er í veðri má sjá nakið fólk sinna garðyrkju, þrífa bíl­inn sinn eða hvað sem er. Þarna er klúbbhús með bar þar sem fólk kem­ur reglu­lega sam­an og dans­ar. Þegar á líður kvöldið eru all­ir nakt­ir. Rétt er að taka fram að þetta er al­gjör­lega ókyn­ferðis­legt um­hverfi og nekt­in verður fljótt ómerki­leg.

Sjálf­ur upp­götvaði ég nátt­úru­hyggju fyrst á franskri strönd þegar ég var 14 ára og það opnaðist al­veg nýr heim­ur fyr­ir mér.

Ég hef síðan gert það að starfs­ferli mín­um og veitt markaðs- og al­manna­tengslaþjón­ustu fyr­ir margs kon­ar fyr­ir­tæki í þess­um geira.

Ég ímyndaði mér aldrei að þetta væri þar sem ég myndi enda og ég hafði svo sann­ar­lega ekki ætlað að búa á svona stað en flutti hingað í kjöl­far sam­bands­slita. Þarna var hús til sölu og ég sló til. 

Eft­ir að hafa tekið þátt í þess­um lífs­stíl í 40 ár þá var bara eðli­legt að flytj­ast al­farið á nekt­ar­ný­lendu sem þessa. Hér búa um 60 manns allt árið um kring og aðrir taka á leigu lóðir sem þeir geta notað í allt að níu mánuði á ári.

Aðrir fé­lags­menn greiða árs­áskrift og koma og fara eins og þeir vilja. Í augna­blik­inu eru nokk­ur hús á staðnum til sölu og Lund­ún­ir eru í aðeins 30 mín­útna fjar­lægð með lest,“ seg­ir Welch.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert