Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona og eigandi framleiðslufyrirtækisins Skot Productions, nýtur lífsins um þessar mundir í bænum Sitges á Spáni.
Inga Lind er í fríi ásamt kærasta sínum, Sigurði Viðarssyni viðskiptamanni.
Ástin bankaði upp á hjá parinu síðasta sumar, en Smartland greindi einmitt frá sambandinu í lok september.
Inga Lind deildi sætri mynd af þeim í faðmlögum á röltinu í Sitges á Instagram-síðu sinni og ef marka má myndina og lyndistáknið sem fylgdi færslunni þá er parið yfir sig ástfangið.
Inga Lind er dugleg að ferðast og varði meðal annars dásamlegum dögum á indónesísku eyjunni Balí fyrr á árinu og gaf innsýn í ferðalagið á samfélagsmiðlum.