Inga Lind og Sigurður ástfangin í Sitges

Inga Lind Karlsdóttir og Sigurður Viðarsson njóta lífsins í Sitges.
Inga Lind Karlsdóttir og Sigurður Viðarsson njóta lífsins í Sitges. Skjáskot/Instagram

Inga Lind Karls­dótt­ir, fjöl­miðlakona og eig­andi fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Skot Producti­ons, nýt­ur lífs­ins um þess­ar mund­ir í bæn­um Sit­ges á Spáni. 

Inga Lind er í fríi ásamt kær­asta sín­um, Sig­urði Viðars­syni viðskipta­manni.

Ástin bankaði upp á hjá par­inu síðasta sum­ar, en Smart­land greindi ein­mitt frá sam­band­inu í lok sept­em­ber.

Inga Lind deildi sætri mynd af þeim í faðmlög­um á rölt­inu í Sit­ges á In­sta­gram-síðu sinni og ef marka má mynd­ina og lynd­is­táknið sem fylgdi færsl­unni þá er parið yfir sig ást­fangið.

Inga Lind er dug­leg að ferðast og varði meðal ann­ars dá­sam­leg­um dög­um á indó­nes­ísku eyj­unni Balí fyrr á ár­inu og gaf inn­sýn í ferðalagið á sam­fé­lags­miðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert