Ragnhildur Steinunn og fjölskylda í ævintýraferð

Ljúfa líf, ljúfa líf!
Ljúfa líf, ljúfa líf! Samsett mynd

Fjöl­miðlakon­an Ragn­hild­ur Stein­unn Jóns­dótt­ir og eig­inmaður henn­ar, Hauk­ur Ingi Guðna­son sál­fræðing­ur, lögðu ný­lega land und­ir fót ásamt börn­um sín­um og ferðuðust alla leið til Egypta­lands til að kynna sér eina elstu og þekkt­ustu siðmenn­ingu í heimi.

Ragn­hild­ur Stein­unn gaf inn­sýn í æv­in­týra­ferðina á In­sta­gram-síðu sinni og af mynd­um að dæma þá er fjöl­skyld­an að njóta alls þess besta sem landið hef­ur upp á að bjóða.

Fjöl­skyld­an heim­sótti að sjálf­sögðu einn vin­sæl­asta áfangastað ferðamanna, Píra­míd­ana á Giza, og skellti sér einnig í köf­un­ar­ferð þar sem hún virti fyr­ir sér alla feg­urðina sem sjáv­ar­lífið hef­ur upp á að bjóða.

Íslend­ing­ar flykkj­ast til Egypta­lands

Þó nokkr­ir þjóðþekkt­ir ein­stak­ling­ar hafa á síðustu mánuðum ferðast til Egypta­lands og deilt fal­leg­um mynd­um frá ferðalög­um sín­um á sam­fé­lags­miðlasíðunni In­sta­gram.

Ragn­hild­ur Þórðardótt­ir, bet­ur þekkt sem Ragga nagli, lét langþráðan draum ræt­ast þegar hún heim­sótti Egypta­land ásamt eig­in­manni sín­um, Snorra Steini Þórðar­syni arki­tekt, á síðasta ári.

Hún sagði frá ferðalag­inu í skemmti­legu viðtali sem birt­ist á ferðavefn­um í mars.

Örn Árna­son, leik­ari og leiðsögumaður, hélt jól­in í Egyptalandi, en þar var hann stadd­ur ásamt hópi æv­in­týraþyrstra ferðalanga og grín­ist­inn Björn Bragi Arn­ars­son heim­sótti landið ný­verið og birti mynd af sér á baki úlf­alda.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Björn Bragi (@bjorn­bragi)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert