Magnús Geir og Jón Jónsson á ferðalagi um Asíu

Það er mikið stuð hjá fjölskyldunum um þessar mundir.
Það er mikið stuð hjá fjölskyldunum um þessar mundir. Samsett mynd

Magnús Geir Þórðar­son Þjóðleik­hús­stjóri og eig­in­kona hans, Ingi­björg Ösp Stef­áns­dótt­ir, stjórn­andi rekstr­ar­ráðgjaf­ar Expect­us, eru á helj­ar­inn­ar ferðalagi um Asíu ásamt son­um sín­um, þeim Árna Gunn­ari og Degi Ara.

Fjöl­skyld­an hef­ur heim­sótt Singa­pore, Taí­land og Víet­nam og brallað margt skemmti­legt.

Magnús Geir hef­ur gefið inn­sýn í ferðalagið á In­sta­gram-síðu sinni yfir síðustu daga og af mynd­um að dæma þá er fjöl­skyld­an að njóta sín í botn, enda margt áhuga­vert að sjá og upp­lifa í Asíu.

Fjöl­skyld­an er ekki ein á ferðalagi, en með þeim í för er ís­lenski tón­list­armaður­inn Jón Jóns­son, eig­in­kona hans Haf­dís Björk Jóns­dótt­ir tann­lækn­ir, fjög­ur börn þeirra og fleiri góðir vin­ir.

Hóp­ur­inn skellti sér meðal ann­ars á mat­reiðslu­nám­skeið hjá Morn­ing Glory-mat­reiðslu­skól­an­um í Víet­nam og lærði að töfra fram góm­sæt­ar asísk­ar kræs­ing­ar.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert