Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri og eiginkona hans, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, stjórnandi rekstrarráðgjafar Expectus, eru á heljarinnar ferðalagi um Asíu ásamt sonum sínum, þeim Árna Gunnari og Degi Ara.
Fjölskyldan hefur heimsótt Singapore, Taíland og Víetnam og brallað margt skemmtilegt.
Magnús Geir hefur gefið innsýn í ferðalagið á Instagram-síðu sinni yfir síðustu daga og af myndum að dæma þá er fjölskyldan að njóta sín í botn, enda margt áhugavert að sjá og upplifa í Asíu.
Fjölskyldan er ekki ein á ferðalagi, en með þeim í för er íslenski tónlistarmaðurinn Jón Jónsson, eiginkona hans Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir, fjögur börn þeirra og fleiri góðir vinir.
Hópurinn skellti sér meðal annars á matreiðslunámskeið hjá Morning Glory-matreiðsluskólanum í Víetnam og lærði að töfra fram gómsætar asískar kræsingar.