Hamingjudalurinn í Marokkó

Samsett mynd/Annie Spratt/Matthias Koch/Austin Curtis

Ham­ingju­dal­ur­inn eða Ourika-dal­ur­inn í Mar­okkó er staðsett­ur í aðeins 32 kíló­metra fjar­lægð frá ys og þys hins fræga Djemaa el Fna-torgs í miðborg Marra­kech.

Í gegn­um dal­inn hlykkj­ast Ourika-áin sem stát­ar af töfr­andi görðum, ólífu­trjám og göngu­leiðum við ræt­ur Atlas-fjall­anna.

Í Ourika-dalnum.
Í Ourika-daln­um. Darya Lug­anskaya/​Unsplash

Þarna eru tré sem eru græn árið um kring, fræ­belg­ir með súkkulaðibragði og fræ sem ný­lendu­herr­ar kölluðu áður le „poivre des pauvr­es“ eða pip­ar fá­tæka manns­ins. Íbúar fjall­anna setja þurrkuð ole­and­er-lauf trjánna á eld til að búa til sótt­hreins­andi reyk.

Úr daln­um má í fjarska sjá glitta í snjó á fjallstind­um Tou­bkal-þjóðgarðsins en fjög­ur ár eru síðan snjóaði al­menni­lega í hæstu fjöll Norður-Afr­íku og skíðatíma­bilið í Oukai­meden hef­ur verið nán­ast ekk­ert all­an þann tíma.

Síðasta villta Atlasljónið var skotið ná­lægt þess­um háu tind­um árið 1942, en sér­fræðing­ar telja að afr­ísk­ir úlf­ar séu nú að snúa aft­ur í af­skekkt­ustu dali Atlas-fjalla.

Mynd tekin í Hamingjudalnum við Ourika-ána.
Mynd tek­in í Ham­ingju­daln­um við Ourika-ána. Matt­hew Fainman/​Unsplash
Jardin Majorelle í Marrakech sem er í eigu Yves Saint …
Jardin Maj­or­elle í Marra­kech sem er í eigu Yves Saint Laurent. Bra­dley Pritch­ard Jo­nes/​Unsplash

Und­urfagr­ir garðar og mik­il saga

Marra­kech er þekkt fyr­ir mynd­ræna garða sína og þeirra fræg­ast­ur er Jardin Maj­or­elle sem gerður var 1923 og keypt­ur árið 1980 af há­tísku­hönnuðinum Yves Saint Laurent og fé­laga hans. Það hef­ur þó vaxið í vin­sæld­um að gest­ir flýi borg­ina til að verja tíma á svæðum eins og Ani­ma-garðinum, sem aust­ur­ríski listamaður­inn André Hell­er opnaði. Garður­inn er eins og suðrænt völ­und­ar­hús sem stát­ar af dul­ar­full­um skúlp­túr­um. 

Í ná­grenni við Ani­ma-garðinn má finna Jardin du Sa­fr­an, Saffrang­arðinn, þar sem hið rauða gull Mar­okkó­búa er upp­skorið, en í garðinum er einnig að finna ald­in­tré og hægt er að sötra saffr­an-, timí­an-, salvíu- eða lavend­erte á ver­önd garðsins.

Horft til Atlas-fjallanna.
Horft til Atlas-fjall­anna. Maria Darii/​Unsplash

Í þorp­un­um í Ourika-daln­um er að finna markaði þar sem hægt er að versla döðlur og syk­ur­reyrsafa, meðal annarra hluta.

Röð sjö fal­legra fossa í Setti Fat­ma-þorp­inu er eitt helsta aðdrátt­ar­afl dals­ins. Á leið sinni stoppa ferðamenn oft til að láta taka mynd­ir af sér á úlf­alda með foss í bak­grunni. 

Ag­hmat-forn­leif­a­svæðið í daln­um var höfuðborg héraðsins í meira en 700 ár, þar til á 11. öld, þegar borg­in var flutt þar sem núna er Marra­kech. Árið 2005 hófu forn­leifa­fræðing­ar að end­ur­reisa staðinn og hélst end­ur­reisn­ar­verk­efnið nán­ast óbreytt þrátt fyr­ir jarðskjálft­ann í sept­em­ber 2023 sem mæld­ist 6,8 á Richter, varð tæp­lega 3.000 manns að bana og eyðilagði 60.000 heim­ili.

The Guar­di­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert