Hefurðu áhuga á að gerast ferðaþjónustubóndi?

Sérstaklega skemmtilega hannað bóhem-einbýli við Selfoss á 5,5 hektara einkalóð …
Sérstaklega skemmtilega hannað bóhem-einbýli við Selfoss á 5,5 hektara einkalóð með fjórum heilsárshúsum sem eru leigð út til ferðamanna. Samsett mynd/Eignaland

Icelandic Cotta­ges eru fjög­ur heils­árs­hús sem eru í Hraun­mörk, skammt fyr­ir utan Sel­foss. Hús­in eru nú til sölu, ásamt ein­býl­is­húsi á 5,5 hekt­ara einkalóð, líkt og fram kem­ur á fast­eigna­vef mbl.is. Svo nú er tæki­færi fyr­ir hvern þann sem hef­ur áhuga að ger­ast ferðaþjón­ustu­bóndi.

Hús­in eru í um 2,3 kíló­metra fjar­lægð frá Þjóðvegi 1. Ein­býl­is­húsið er 167 fm, en því fylg­ir 12 fm gesta­hús og þvotta­hús sem er 24 fm.

Heils­árs­hús­in fjög­ur eru 73 fm hvert og kem­ur fram að hægt sé að bæta við bygg­ing­um á lóðinni.

Gisti­hús­in eru timb­ur­hús, björt og rúm­góð, með stór­um glugg­um. Úr hús­un­um er út­sýni í all­ar átt­ir og skipt­ast þau í þrjú svefn­her­bergi, samliggj­andi stofu og eld­hús og baðher­bergi. Raf­magn­sofn­ar eru í hús­un­um en varma­dælu var komið fyr­ir síðasta sum­ar svo hægt sé að hita hús­in árið um kring.

Ver­önd­in við gisti­hús­in er stór og fylgja hús­gögn og útigrill. Bíla­stæði eru við öll hús­in. 

Rekstr­ar­fé­lagið Icelandic Cotta­ges er einnig til sölu en það hef­ur öll til­skil­in leyfi til ferðaþjón­ustu. Bók­un­arstaða fé­lags­ins fyr­ir árið 2025 lof­ar mjög góðu.

Ein­býl­is­húsið sjálft er afar glæsi­legt timb­ur­hús á tveim­ur hæðum sem skipt­ist í fjög­ur svefn­her­bergi, samliggj­andi stofu og borðstofu og eld­hús, baðher­bergi og skemmti­leg­an garðskála. Á garðskál­an­um eru vandaðar renni­h­urðir sem hægt er að opna al­veg á góðviðris­dög­um.

Við ver­önd ein­býl­is­húss­ins stend­ur gesta­hús á tveim­ur hæðum, risið er nýtt sem svefn­loft en í aðal­rým­inu eru 24 fm þvotta­hús með iðnaðarþvotta­vél og þurrk­ara, geymslu fyr­ir lín og öðru sem þarf til rekst­urs gisti­húsa.

Hægt er að taka við rekstr­in­um frá og með 1. júní 2025. Til­boð óskast í eign­ina.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar á: fast­eigna­vef mbl.is

Suður­landið hef­ur löng­um verið einn vin­sæl­asti lands­hluti fyr­ir ferðamenn að heim­sækja. Þar eru ófá­ar nátt­úruperlurn­ar og mik­il ferðaþjón­usta er á svæðinu sem held­ur utan um spenn­andi afþrey­ingu fyr­ir ferðamenn. 

Á heimasíðu Ice­land Cotta­ges er m.a. bent á kaj­ak­ferðir, sund á Sel­fossi, golf, en mikið er um skemmti­lega golf­velli steinsnar frá eins og í Hvera­gerði eða Önd­verðarnesi, og reiðhjóla­ferðir.

Einbýlishúsið við Hraunmörk er 167 fm og stendur á 5,5 …
Ein­býl­is­húsið við Hraun­mörk er 167 fm og stend­ur á 5,5 hekt­ara einkalóð. Ljós­mynd/​Eigna­land
Á efri hæð er að finna þrjú herbergi auk opins …
Á efri hæð er að finna þrjú her­bergi auk op­ins rým­is með fal­legu út­sýni. Ljós­mynd/​Eigna­land
Opið er á milli stofu borðstofu og eldhúss.
Opið er á milli stofu borðstofu og eld­húss. Ljós­mynd/​Eigna­land
Húsið er úr timbri og er byggingarár þess 2006. Varmadælum …
Húsið er úr timbri og er bygg­ing­ar­ár þess 2006. Varma­dæl­um var komið fyr­ir til upp­hit­un­ar. Ljós­mynd/​Eigna­land
Eldhúsið er huggulegt með viðarinnréttingum.
Eld­húsið er huggu­legt með viðar­inn­rétt­ing­um. Ljós­mynd/​Eigna­land
Hugguleg setustofa er fyrir framan eldhúsið.
Huggu­leg setu­stofa er fyr­ir fram­an eld­húsið. Ljós­mynd/​Eigna­land
Úr eldhúsi og stofu er gengið yfir í garðskálann.
Úr eld­húsi og stofu er gengið yfir í garðskál­ann. Ljós­mynd/​Eigna­land
Í garðskálanum er borðstofan og úr borðstofunni er útgengt á …
Í garðskál­an­um er borðstof­an og úr borðstof­unni er út­gengt á ver­önd­ina. Ljós­mynd/​Eigna­land
Eitt herbergjanna á efri hæð hússins.
Eitt her­bergj­anna á efri hæð húss­ins. Ljós­mynd/​Eigna­land
Afar hugguleg stemning í bohem-stíl.
Afar huggu­leg stemn­ing í bohem-stíl. Ljós­mynd/​Eigna­land
Hér er eitt gistihúsanna.
Hér er eitt gisti­hús­anna. Ljós­mynd/​Eigna­land
Gistihúsin fjögur eru eins hönnuð, öll með opið á milli …
Gisti­hús­in fjög­ur eru eins hönnuð, öll með opið á milli stofu og eld­húss. Ljós­mynd/​Eigna­land
Þrjú svefnherbergi eru í gistihúsunum.
Þrjú svefn­her­bergi eru í gisti­hús­un­um. Ljós­mynd/​Eigna­land
Herbergin í gistihúsunum eru ágætlega rúmgóð.
Her­berg­in í gisti­hús­un­um eru ágæt­lega rúm­góð. Ljós­mynd/​Eigna­land
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert