Bíllausa eyjan í bílahöfuðborg Bandaríkjanna

Mackinac-eyjan er ótrúlega falleg og spennandi til útivistar, hreyfi- og …
Mackinac-eyjan er ótrúlega falleg og spennandi til útivistar, hreyfi- og gönguferða. Samsett mynd/Vincent Yuan/ Nicole Geri/Rohan Gangopadhyay

Í miðri „bíla­höfuðborg heims­ins“ er kyrr­lát, öku­tækjalaus eyja þar sem bú­sett­ir eru 600 manns árið um kring og 600 hest­ar. Þetta er í Detroit í Banda­ríkj­un­um þar sem fyr­ir­tæki eins og Ford, Gener­al Motors og Chrysler eiga upp­runa sinn.

Mackinac-eyja er við norður­strönd­ina, á Huron-vatni, og hef­ur lokkað til sín ferðamenn í ár­araðir. Hún er 3,8 fer­kíló­metr­ar og um hana ligg­ur eini hluti þjóðveg­ar­ins þar sem bílaum­ferð er bönnuð.

Þegar fyrstu bíl­arn­ir voru fram­leidd­ir 1898 og hræddu hesta í ná­grenn­inu bönnuðu yf­ir­völd í þorp­inu öku­tæki, bann sem tveim­ur árum síðar náði um alla eyj­una.

Margir auðkýfingar flyktust til eyjunnar á 19. öld til að …
Marg­ir auðkýf­ing­ar flykt­ust til eyj­unn­ar á 19. öld til að slaka á. Craig Washingt­on/​Unsplash
Einn helsti fararmátinn á eyjunni eru hestar. Þeir ganga líka …
Einn helsti far­ar­mát­inn á eyj­unni eru hest­ar. Þeir ganga líka í ýmis störf eins og sorp­hirðu og póst­send­ing­ar. Laura Baker/​Unsplash

1,2 millj­ón­ir gesta á sumr­in

Meira en öld síðar eru þar ein­ung­is hest­ar notaðir sem far­ar­tæki, árið um kring. Á sumr­in eru um 1,2 millj­ón­ir ferðamanna sem flykkj­ast í ferju í Mackin­aw-borg og sigla þaðan í um 20 mín­út­ur til eyj­ar­inn­ar. Ferj­an legg­ur að í þorp­inu á suðurodda eyj­unn­ar.

„Hest­ar eru nýtt­ir til allt frá sorp­hirðu til FedEx-send­inga,“ seg­ir smá­sal­inn Mor­se sem bú­sett­ur hef­ur verið í þorp­inu frá 1990.

Seint á 19. öld var Mackinac-eyja orðin leik­völl­ur auðugra fjöl­skyldna frá Chicago, Detroit og öðrum hlut­um Miðvest­ur­ríkj­anna, sem flykkt­ust til eyj­unn­ar á sumr­in til að slaka á og fá sér sund­sprett í óspilltu vatn­inu.

Undurfagurt er um að litast.
Und­urfag­urt er um að lit­ast. leah hette­berg/​Unsplash
Grand hótelið sem hefur verið kynnt sem möguleiki fyrir fjórðu …
Grand hót­elið sem hef­ur verið kynnt sem mögu­leiki fyr­ir fjórðu þáttaröð The White Lot­us. Aaron Burd­en/​Unsplash

Grand hót­elið í The White Lot­us

Hið 138 ára gamla Grand hót­el á Mackinac-eyju er með sér­inn­réttuð her­bergi og seg­ist vera með lengstu ver­önd í heimi. Hót­elið er eitt af síðustu full­virku hót­el­un­um frá iðnaðaröld Am­er­íku. Slíkt er aðdrátt­ar­aflið að Gretchen Whit­mer, rík­is­stjóri Michigan, kynnti eyj­una sem stað fyr­ir fjórðu þáttaröð The White Lot­us.

Mor­se seg­ir hins veg­ar að þrátt fyr­ir feg­urð eyj­unn­ar séu íbú­ar henn­ar treg­ir við að gera hana að of vin­sæl­um ferðamannastað.

Um 80% eyj­unn­ar til­heyr­ir Mackinac Is­land-þjóðgarðinum og þar geta gest­ir rölt um gam­alt skóg­lendi, hjólað eða leigt hest­vagn til að skoða hinn 15 metra breiða Arch Rock.

Fyr­ir utan hesta eru um 1.500 reiðhjól til leigu á eyj­unni og hægt er að fara í skemmti­leg­an hjóla­t­úr á göngu- og hjóla­vegi um­hverf­is eyj­una með út­sýni út á átta kíló­metra langa Mackinac-hengi­brúna, skóg­lendi og steiniþakt­ar strend­ur.

Hægt er að hjóla umhverfis eyjuna.
Hægt er að hjóla um­hverf­is eyj­una. Kart­hik Sri­da­syam/​Unsplash
Útsýni út á Mackinac-hengibrúna.
Útsýni út á Mackinac-hengi­brúna. Lori Stevens/​Unsplash
Smábátahöfn á Mackinac-eyju.
Smá­báta­höfn á Mackinac-eyju. Bever­ly Kimber­ly/​Unsplash

BBC Tra­vel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert