Töfrandi staður á Nýja-Sjálandi fjarri allri ljósmengun

Það eru ófáir stjörnuspekingarnir og stjörnuáhugamennirnir sem hefðu áhuga á …
Það eru ófáir stjörnuspekingarnir og stjörnuáhugamennirnir sem hefðu áhuga á að ferðast til Nýja-Sjálands. Michael Heng/Unsplash

Nýja-Sjá­land er nú þegar þekkt fyr­ir drama­tískt lands­lag og æv­in­týra­anda og hef­ur nýr heimsklassa áfangastaður bæst við kortið: Tahuna Glen­orc­hy Sky Sanctu­ary. Stjörnu­skoðun­argriðarstaður­inn, sem er einn af aðeins 23 á heims vísu, spann­ar næst­um 50.000 hekt­ara af óspilltri nátt­úru í hæðóttu víðerni á Suður­eyju.

Tahuna Glen­orc­hy Sky Sanctu­ary er fyrsta fjallafriðlandið á Nýja-Sjálandi og at­hygl­is­verð viðbót við áfangastaði Suður­eyju sem er sögð æv­in­týra­höfuðborg heims­ins, í aðeins um klukku­stund­ar­fjar­lægð suður af Qu­een­stown og þar gef­ur að líta eitt stór­brotn­asta óbyggðasvæði lands­ins.

Á svæðinu eru litlu fjallaþorp­in Glen­orc­hy og Kin­loch sem hlið að Te Wahipounamu sem er á heims­minja­skrá UNESCO og heim­kynni frægra göngu­leiða á borð við Rou­teburn, Green­st­one-Cap­les og Rees-Dart. 

Glenorchy að degi til.
Glen­orc­hy að degi til. Sé­bastien Gold­berg/​Unsplash

Hvers vegna myrk­ir staðir skipta máli

Meira en 80% jarðarbúa eru bú­sett­ir und­ir himni sem verður fyr­ir áhrif­um frá gervi­ljós­um og því eru staðir þar sem ljós­meng­un er fjarri orðnir sjald­gæf­ir. Dark Sky In­ternati­onal er stofn­un sem berst fyr­ir vernd­un nátt­úru­legs myrk­urs og hef­ur bar­ist fyr­ir að vernda svæði þar sem óspillt myrk­ur fær að njóta sín. Með Dark Sky Places-verk­efn­inu hef­ur þeim tek­ist að vernda svæði þaðan sem Vetr­ar­braut­in sést um­lukin hafi bjartra stjarna.

Tahuna Glen­orc­hy er sagður einn af ör­fá­um stöðum á jörðu þar sem hægt er að njóta al­myrkva á sólu 2028. 

Vetrarbrautin á næturhimninum.
Vetr­ar­braut­in á næt­ur­himn­in­um. Michael/​Unsplash

Það þurfti meira en álit agndofa ferðamanna sem notið höfðu feg­urðar­inn­ar í Glen­orc­hy til að gera staðinn að griðastað, það þurfti fimm ára grasrótar­átak Tahuna Glen­orc­hy Dark Sky Group.

Niðurstaðan er griðastaður sem er svo miklu meira en bara áfangastaður held­ur virðing fyr­ir ástríðufulls sam­fé­lags sem hef­ur helgað sig óspilltri feg­urð næt­ur­him­ins þar sem ferðamenn og aðrir gest­ir geta notið sín.

Tra­vel and Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert