Nýja-Sjáland er nú þegar þekkt fyrir dramatískt landslag og ævintýraanda og hefur nýr heimsklassa áfangastaður bæst við kortið: Tahuna Glenorchy Sky Sanctuary. Stjörnuskoðunargriðarstaðurinn, sem er einn af aðeins 23 á heims vísu, spannar næstum 50.000 hektara af óspilltri náttúru í hæðóttu víðerni á Suðureyju.
Tahuna Glenorchy Sky Sanctuary er fyrsta fjallafriðlandið á Nýja-Sjálandi og athyglisverð viðbót við áfangastaði Suðureyju sem er sögð ævintýrahöfuðborg heimsins, í aðeins um klukkustundarfjarlægð suður af Queenstown og þar gefur að líta eitt stórbrotnasta óbyggðasvæði landsins.
Á svæðinu eru litlu fjallaþorpin Glenorchy og Kinloch sem hlið að Te Wahipounamu sem er á heimsminjaskrá UNESCO og heimkynni frægra gönguleiða á borð við Routeburn, Greenstone-Caples og Rees-Dart.
Meira en 80% jarðarbúa eru búsettir undir himni sem verður fyrir áhrifum frá gerviljósum og því eru staðir þar sem ljósmengun er fjarri orðnir sjaldgæfir. Dark Sky International er stofnun sem berst fyrir verndun náttúrulegs myrkurs og hefur barist fyrir að vernda svæði þar sem óspillt myrkur fær að njóta sín. Með Dark Sky Places-verkefninu hefur þeim tekist að vernda svæði þaðan sem Vetrarbrautin sést umlukin hafi bjartra stjarna.
Tahuna Glenorchy er sagður einn af örfáum stöðum á jörðu þar sem hægt er að njóta almyrkva á sólu 2028.
Það þurfti meira en álit agndofa ferðamanna sem notið höfðu fegurðarinnar í Glenorchy til að gera staðinn að griðastað, það þurfti fimm ára grasrótarátak Tahuna Glenorchy Dark Sky Group.
Niðurstaðan er griðastaður sem er svo miklu meira en bara áfangastaður heldur virðing fyrir ástríðufulls samfélags sem hefur helgað sig óspilltri fegurð næturhimins þar sem ferðamenn og aðrir gestir geta notið sín.