Freyja Haraldsdóttir, doktorsnemi við menntavísindasvið Háskóla Íslands og ötul baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, og kærasti hennar, David Agyenim Boateng, nemandi við Háskóla Íslands, nýttu blíðviðrið um helgina og skelltu sér til Víkur.
Parið heimsótti meðal annars Skógafoss og Reynisfjöru og festi heimsóknina að sjálfsögðu á filmu.
Freyja deildi myndum af ferðalagi þeirra á Instagram-síðu sinni í gærdag.
Freyja og David opinberuðu samband sitt í febrúar síðastliðnum þegar Freyja birti mynd af David á Facebook-síðu sinni í tilefni af bóndadeginum.
Fimm ára aldursmunur er á parinu, en Freyja er fædd árið 1986 á meðan David er fæddur árið 1991.