Það getur verið þægilegt að ferðast einn og þurfa ekki að fylgja dagskrá annarra eða taka tillit til hópsins, svona byrjar grein á Daily Motivation News.
Hins vegar er eitt atriði sem sá er ferðast einn spyr sig frekar en þeir sem ferðast í hóp: „Hversu örugg/ur verð ég ef ég ferðast á eigin spýtur?“
Í sömu grein eru tólf lönd tilgreind í röð eftir því hve örugg þau eru talin vera.
Ísland trónir þar á toppnum en í sautján ár hefur það verið í fyrsta sæti alþjóðafriðarvísitölunnar (e. Global Peace Index), með lægstu tíðni á heimsvísu yfir ofbeldisfulla glæpi.
Þá segir í greininni að fyrir utan að Ísland skarti landslagi á við póstkortamyndir þá sé landið mjög öruggt fyrir ferðamenn sem ferðast einir.
Í öðru sæti er Danmörk og því þriðja Slóvenía.
Á eftir koma (öruggari löndin fyrst og minna örugg lönd aftast): Portúgal, Sviss, Króatía, Spánn, Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Grikkland og Tyrkland. Það er eflaust áhugavert að ekkert hinna norrænu landanna komist inn á listann.