Ísland öruggast fyrir þá sem ferðast einir

Samkvæmt Global Peace Index er minnst um ofbeldisglæpi á Íslandi.
Samkvæmt Global Peace Index er minnst um ofbeldisglæpi á Íslandi. Samsett mynd/Andrey Andreyev/NEOM

Það get­ur verið þægi­legt að ferðast einn og þurfa ekki að fylgja dag­skrá annarra eða taka til­lit til hóps­ins, svona byrj­ar grein á Daily Moti­vati­on News.

Hins veg­ar er eitt atriði sem sá er ferðast einn spyr sig frek­ar en þeir sem ferðast í hóp: „Hversu ör­ugg/​ur verð ég ef ég ferðast á eig­in spýt­ur?“

Í sömu grein eru tólf lönd til­greind í röð eft­ir því hve ör­ugg þau eru tal­in vera. 

Ísland trón­ir þar á toppn­um en í sautján ár hef­ur það verið í fyrsta sæti alþjóðafriðar­vísi­töl­unn­ar (e. Global Peace Index), með lægstu tíðni á heimsvísu yfir of­beld­is­fulla glæpi.

Þessir kappar eru t.d. ekki mjög hættulegir.
Þess­ir kapp­ar eru t.d. ekki mjög hættu­leg­ir. redcharlie/​Unsplash

Þá seg­ir í grein­inni að fyr­ir utan að Ísland skarti lands­lagi á við póst­korta­mynd­ir þá sé landið mjög ör­uggt fyr­ir ferðamenn sem ferðast ein­ir.

Í öðru sæti er Dan­mörk og því þriðja Slóven­ía.

Á eft­ir koma (ör­ugg­ari lönd­in fyrst og minna ör­ugg lönd aft­ast): Portúgal, Sviss, Króatía, Spánn, Þýska­land, Frakk­land, Ítal­ía, Grikk­land og Tyrk­land. Það er ef­laust áhuga­vert að ekk­ert hinna nor­rænu land­anna kom­ist inn á list­ann.

DM News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert