Í hjarta næststærstu borgar Portúgal, Portó, er til leigu sæt stúdíóíbúð á Airbnb-síðunni. Íbúðin er í byggingu við Rua do Cativo og fullkomlega staðsett líkt og segir í lýsingunni.
Verð á nóttina er 82 dalir eða um 10.700 krónur á núverandi gengi, en svo bætist við 51 dalur í hreingerningargjald og 17 dalir í skatta.
Íbúðin er huggulega innréttuð, falleg og björt og í henni er er eitt tvöfalt rúm. Á staðnum er einnig rimlarúm fyrir ungabarn, hárblásari, straujárn og sjónvarp. Rúmföt, handklæði, sápa og salernispappír fylgja og þá er WiFi-nettenging í íbúðinni.
Eldhúsið er lítið en með öllu tilheyrandi til matreiðslu, ásamt kaffivél, tekatli og brauðrist.