Íris Líf vekur athygli fyrir hagnýt sparnaðarráð

Íris Lilja veit hvað hún syngur.
Íris Lilja veit hvað hún syngur. Samsett mynd

Hin 24 ára gamla Íris Líf Stef­áns­dótt­ir hef­ur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlasíðunni TikT­ok, en þar deil­ir hún góðum og hag­nýt­um sparnaðarráðum. Hún hef­ur smám sam­an byggt upp mik­inn hóp fylgj­enda, en hátt í tíu þúsund manns fylgja henni á sam­fé­lags­miðlasíðunni.

Í gær­dag deildi Íris Líf áhuga­verðu mynd­skeiði þar sem hún út­skýrði fyr­ir net­verj­um hvernig best sé að finna og bóka ódýr flug.

Ferðaráð Íris­ar Líf­ar:

  • Ekki ferðast með tösku

„Ég ferðast alltaf bara með bak­poka,“ seg­ir Íris Líf, enda get­ur verið rán­dýrt að bæta við ferðatösku hjá lággjalda­flug­fé­lög­um

  • Hættu að skoða heimasíðu Icelanda­ir

„Það eru ekki ódýr flug á heimasíðu Icelanda­ir, nema kannski til Kö­ben,” seg­ir Íris Líf, sem hvet­ur fólk í ferðahug til þess að kynna sér Google Flig­hts, en þar er mjög auðvelt að finna ódýr flug til áfangastaða í Evr­ópu og víðar.

Íris Líf gef­ur einnig stutta sýni­kennslu um hvernig hún leit­ar að ódýr­um flug­um, meðal ann­ars und­ir tíu þúsund krón­um, á Google Flig­hts. 

Leit­ar­vél­in sýn­ir flug frá Íslandi til Lund­úna á aðeins 3.649 krón­ur, sem er gjöf en ekki gjald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert