Þetta er vinsælasta tjaldsvæðið á Íslandi

Tjaldsvæðið Mosskógar er í aðeins 17 kílómetra fjarlægð frá miðbæ …
Tjaldsvæðið Mosskógar er í aðeins 17 kílómetra fjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Scott Goodwill/Unsplash

Mos­skóg­ar í Mos­fells­dal er besta tjaldsvæðið á Íslandi sam­kvæmt stærstu upp­lýs­inga- og bók­un­ar­gátt tjaldsvæða í Evr­ópu, Camp­ing.info. Könn­un­in bygg­ir á yfir 230.000 end­ur­gjöf­um frá yfir 150.000 tjald­gest­um í Evr­ópu. 

Camp­ing.info skoðaði einnig verð á gistinótt fyr­ir tvo á tjaldsvæðum víðs veg­ar um Evr­ópu, með tjald­stæði, hjól­hýsi, raf­magni og staðbundn­um skatti, og setti upp meðal­verð á gisti­nótt­ina í alls 34 lönd­um.

Gistinætur á tjaldsvæðum á íslandi hafa hækkað að meðaltali um …
Gist­inæt­ur á tjaldsvæðum á ís­landi hafa hækkað að meðaltali um 7,96% frá síðasta ári. Bla­ke Wisz/​Unsplash

Meðal­verð á nótt­ina á tjaldsvæði hér­lend­is eru 24,81 evra eða um 3.700 kr. á nú­ver­andi gengi. Í til­kynn­ingu frá Camp­ing.info kem­ur fram að verð á tjaldsvæði hér­lend­is er frek­ar í neðri kant­in­um miðað við 33 önn­ur lönd í Evr­ópu, þar sem Ítal­ía trón­ir á toppn­um með 40,4 evr­ur á nótt­ina og Alban­ía er ódýr­ast með 14,18 evr­ur á nótt­ina.

Frá síðasta ári hef­ur gistinótt á tjaldsvæðum í Evr­ópu hækkað að meðaltali um 4,75%, en gisti­nótt­in á Ísland hækkaði á sama tíma um 7,96%. Mest var hækk­un­in í Slóvakíu en þar hækkaði gisti­nótt­in um 13,20% en eina landið með enga hækk­un er Eist­land. 

Það er alltaf gaman í tjaldútilegu.
Það er alltaf gam­an í tjaldúti­legu. Laur­ine Bailly/​Unasplash

Tjaldsvæðið Mos­skóg­ar

Á vefn­um tjalda.is kem­ur fram að tjaldsvæðið Mos­skóg­ar er fjöl­skyldu­rekið en á svæðinu er einnig garðyrkju­stöð. Um­hverfið er gróið og skjól­sælt og aðeins í um 17 kíló­metra fjar­lægð frá miðbæ Reykja­vík­ur. Þar er góð aðstaða fyr­ir tjöld, felli­hýsi, hjól­hýsi og hús­bíla. Hægt er að setj­ast inn í gróður­húsið, elda þar og borða. 

Þar er yf­ir­byggð aðstaða fyr­ir allt að 60 manna hópa og græn­met­is­markaður sem op­inn er frá júlí fram á haust. 

Mikið er um afþrey­ingu í Mos­fells­dal en þar er m.a. golf­völl­ur­inn í Bakka­koti, hesta­leiga í Lax­nesi og hús­dýrag­arður á Hraðastöðum. Þá er vissu­lega stutt í sund og versl­an­ir inn í Mos­fells­bæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert