Myndskeið sem sýnir snjókomuna í Njarðvík vekur athygli

Já, skjótt skipast veður í lofti!
Já, skjótt skipast veður í lofti! Samsett mynd

Mörg­um brá í brún í morg­un, rétt einu sinni, þegar þeir litu út um glugg­ann og sáu snjó­kom­una, en mik­ill élja­gang­ur rík­ir nú á sunn­an- og vest­an­verðu land­inu.

Sum­ir hafa án efa þurft að fletta upp í daga­tal­inu til að staðfesta að það sé í raun og veru kom­inn maí, en veðrátt­an á Íslandi er, eins og við vit­um, al­gjör prakk­ari og ófeim­in við að gera lands­mönn­um grikk, líkt og í dag.

Ferðablogg­ari sem kall­ar sig Ice­land Stati­on á TikT­ok birti skemmti­legt mynd­skeið á sam­fé­lags­miðlasíðunni í morg­un, en í því sýn­ir hann snjó­magnið í Njarðvík, en þar hef­ur kyngt niður snjó í all­an dag.

Eins og sést í mynd­skeiðinu þá eru göt­urn­ar all­ar snævi þakt­ar og komn­ar kjöraðstæður til að búa til eins og einn snjó­karl, jafn­vel hjörð af snjókörl­um, eða hóa vin­ina sam­an í snjó­bolta­slag.

Já, vet­ur­kon­ung­ur virðist alltaf sigra sól­ina á Íslandi!

Mynd­skeiðið hef­ur vakið mikla at­hygli á TikT­ok, en þegar þetta er skrifað hafa hátt í 12 þúsund manns skoðað það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert