Fjórar baðstrandir í Evrópu meðal bestu á heimsvísu

Cala Goloritzé-ströndin á ítölsku eyjunni Sardiníu er besta baðströnd í …
Cala Goloritzé-ströndin á ítölsku eyjunni Sardiníu er besta baðströnd í heimi. Cala Goloritzé/Unsplash

Það get­ur verið lýj­andi að reyna að finna hinn full­komna áfangastað með gull­inni baðströnd, við túrk­is­blán sjó und­ir geisl­um fun­heitr­ar sól­ar­inn­ar.

Það gæti ef­laust hjálpað að skoða list­ann The Worlds's 50 Best Beaches þar sem bestu baðströnd­um heims er raðað eft­ir mati sem bygg­ir á fjölþrepa ferli. Á hverju ári fær fyr­ir­tækið helstu sér­fræðinga heims í ferðaþjón­ustu til að kjósa um bestu strönd­ina og þurfa þeir að lýsa ástæðunni fyr­ir val­inu. Eft­ir að kosið hef­ur verið um strend­urn­ar tek­ur fyr­ir­tækið sam­an lokalist­ann. 

Atriðin sem höfð eru í huga við val á baðströnd­um eru: Nátt­úr­an um­hverf­is strönd­ina, dýra­líf á strönd­inni eða í sjón­um, friðsæld og óspillt ástand strand­ar­inn­ar, svo fátt eitt sé nefnt.

Tvær strendur á Grikklandi, ein á Ítalíu og ein á …
Tvær strend­ur á Grikklandi, ein á Ítal­íu og ein á Spáni kom­ast á list­ann yfir 50 bestu baðstrand­ir í heimi. Derek Sutt­on/​Unsplash

Fald­ir gim­stein­ar

Sam­kvæmt niður­stöðum er Cala Gol­oritzé á Ítal­íu besta strönd­in, en sú strönd er á eyj­unni Sar­din­íu og seg­ir í lýs­ingu að hrá feg­urðin sé hríf­andi. Sjór­inn er tær og full­kom­inn til sund­spretts. Það sem grein­ir hana frá öðrum strönd­um á Sar­din­íu er öfl­ugt vernd­ar­starf sem þar er unnið, en Cala Gol­oritzé var lýst sem nátt­úru­m­inj­um árið 1990 og er enn ótrú­lega vel varðveitt. 

Í fjórða sæti á list­an­um er Fteri-strönd­in á Grikklandi, sem er aðeins aðgengi­leg á bát eða fót­gang­andi en það þarf að klöngr­ast niður bratta hæð til að kom­ast niður að strönd­inni. „Ein­angr­un strand­ar­inn­ar stuðlar að ómenguðu, kyrr­látu and­rúms­lofti og aðgrein­ir hana frá fjöl­sótt­um ferðamanna­stöðum.“

Tvær aðrar Evr­ópustrand­ir komust á topp tutt­ugu en þar er Voutoumi-strönd­in á grísku eyj­unni Antip­axos sem er aðeins aðgengi­leg á bát og Playa de Rodas á Spáni, sem gjarn­an er líkt við kar­ab­íska para­dís, fyr­ir utan svala og frísk­andi sjáv­ar­gol­una frá Atlants­hafi. 

Euro News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert