Ferðalög án nettengingar eru meðal þeirra sem eru í tísku árið í ár. Samkvæmt Hilton Trends-skýrslunni fyrir árið 2025 eru 27% þeirra sem bóka ferðalög sem vilja minnka samfélagsmiðlanotkun í fríinu. Áhuginn er endurspeglaður hjá Plum Guide, alþjóðlegum vettvangi fyrir leigu á lúxushúsnæði, sem hefur séð aukningu í leit að ónettengdum eignum.
Í Mexíkó býður lúxusáfangastaðurinn Grand Velas upp á „stafrænt afeitrunarprógram“ sem er ekki svo ólíkt því sem gerist í hinum vinsælu þáttum The White Lotus.
Stór hluti af ferðaskipulagningu felst í að nota tæknina til að bóka, við innritun og í ferðaáætlanir en getur orðið andstæðan við að komast burt frá öllu þegar hún gegnir aðalhlutverki í fríupplifuninni.
Samkvæmt It's Time To Log Off eyðir meðalmanneskja heilum degi af hverri viku á Facebook og 34% fólks hefur skráð sig inn á samfélagsmiðilinn á síðustu tíu mínútum. All 62% fólks segist „hata“ hve miklum tíma það eyðir í símanum.
Á vefsíðunni Cool Places er að finna 34 staði sem bjóða upp á stafræna afeitrunardvöl og listinn fer stækkandi. Samhliða áhuga fólks á að vera ónettengt hefur framkvæmdastjóri Cool Places, Martin Dunford, unnið með Greenwich-háskóla og East Anglia-háskóla við að skoða hvað gerist þegar fólk „aftengir“ sig í fríi en ákveðið mynstur er að finna í slíkum tilfellum:
„Gestir verða brjálaðir fyrstu 24 klukkustundirnar,“ segir Dunford. „En eftir 48 klukkutíma hafa þeir aðlagast og byrjað að færa sig yfir í aðra afþreyingu. Við endann á þriggja daga dvöl – eða lengur – eru gestir ýmist ánægðir eða alveg sama þegar þeir fá símann til baka.“
En af hverju að fara í frí til að vera símalaus? Dunford segir að 24 klukkustunda reynslan sýni að það er ekki auðvelt, það er erfitt að brjóta upp vanann og stafræn fíkn er sérlega erfið.