„Gestir verða brjálaðir fyrstu 24 klukkustundirnar“

Meðalmanneskja eyðir heilum degi af hverri viku á Facebook.
Meðalmanneskja eyðir heilum degi af hverri viku á Facebook. Samsett mynd/Kiran Anklekar/Marjan Blan

Ferðalög án netteng­ing­ar eru meðal þeirra sem eru í tísku árið í ár. Sam­kvæmt Hilt­on Trends-skýrsl­unni fyr­ir árið 2025 eru 27% þeirra sem bóka ferðalög sem vilja minnka sam­fé­lags­miðlanotk­un í frí­inu. Áhug­inn er end­ur­speglaður hjá Plum Gui­de, alþjóðleg­um vett­vangi fyr­ir leigu á lúx­us­hús­næði, sem hef­ur séð aukn­ingu í leit að ónettengd­um eign­um.

Í Mexí­kó býður lúxus­áfangastaður­inn Grand Velas upp á „sta­f­rænt afeitr­un­ar­pró­gram“ sem er ekki svo ólíkt því sem ger­ist í hinum vin­sælu þátt­um The White Lot­us.

Stór hluti af ferðaskipu­lagn­ingu felst í að nota tækn­ina til að bóka, við inn­rit­un og í ferðaáætlan­ir en get­ur orðið and­stæðan við að kom­ast burt frá öllu þegar hún gegn­ir aðal­hlut­verki í fríu­pp­lif­un­inni. 

Það hlýtur að hafa verið ákveðinn lúxus þegar enginn átti …
Það hlýt­ur að hafa verið ákveðinn lúx­us þegar eng­inn átti farsíma. Anh Tuan To/​Unsplash

62% óánægð með tím­ann í sím­an­um

Sam­kvæmt It's Time To Log Off eyðir meðal­mann­eskja heil­um degi af hverri viku á Face­book og 34% fólks hef­ur skráð sig inn á sam­fé­lags­miðil­inn á síðustu tíu mín­út­um. All 62% fólks seg­ist „hata“ hve mikl­um tíma það eyðir í sím­an­um.

Á vefsíðunni Cool Places er að finna 34 staði sem bjóða upp á sta­f­ræna afeitr­un­ar­dvöl og list­inn fer stækk­andi. Sam­hliða áhuga fólks á að vera ónettengt hef­ur fram­kvæmda­stjóri Cool Places, Mart­in Dun­ford, unnið með Greenwich-há­skóla og East Anglia-há­skóla við að skoða hvað ger­ist þegar fólk „af­teng­ir“ sig í fríi en ákveðið mynstur er að finna í slík­um til­fell­um: 

„Gest­ir verða brjálaðir fyrstu 24 klukku­stund­irn­ar,“ seg­ir Dun­ford. „En eft­ir 48 klukku­tíma hafa þeir aðlag­ast og byrjað að færa sig yfir í aðra afþrey­ingu. Við end­ann á þriggja daga dvöl – eða leng­ur – eru gest­ir ým­ist ánægðir eða al­veg sama þegar þeir fá sím­ann til baka.“

En af hverju að fara í frí til að vera síma­laus? Dun­ford seg­ir að 24 klukku­stunda reynsl­an sýni að það er ekki auðvelt, það er erfitt að brjóta upp van­ann og sta­f­ræn fíkn er sér­lega erfið. 

BBC Tra­vel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert