Í eldrauðum iðnaðarturni sem stendur við höfnina í borginni Harlingen í Hollandi er búið að útbúa stórglæsilega lúxussvítu, alls ekki ólíka þeim sem er að finna á einhverjum af flottustu hótelum heims.
Svítan er til leigu á Airbnb-síðunni og hefur verið einkar vinsæl meðal notenda síðunnar.
Verð á nóttina er 366 bandaríkjadalir eða sem samsvarar um 48 þúsund íslenskum krónum á gengi dagsins.
Svítan er huggulega innréttuð, bæði falleg og björt, og með einstakt útsýni yfir Wadden Sea, en það er sko hverrar krónu virði.
Á staðnum er allt til alls, rúmgóð setustofa, tvöfalt rúm, baðkar, útisturta, míníbar og flatskjár, en hver þarf á slíkum að halda þegar maður horfir út á hafið og getur fylgst með sólarupprás og sólarlagi úr rúminu.