Lúxussvíta í iðnaðarturni vinsæll gististaður

Útsýnið er ólýsanlegt.
Útsýnið er ólýsanlegt. Samsett mynd

Í eld­rauðum iðnaðart­urni sem stend­ur við höfn­ina í borg­inni Harlingen í Hollandi er búið að út­búa stór­glæsi­lega lúx­us­svítu, alls ekki ólíka þeim sem er að finna á ein­hverj­um af flott­ustu hót­el­um heims.

Svít­an er til leigu á Airbnb-síðunni og hef­ur verið einkar vin­sæl meðal not­enda síðunn­ar.

Verð á nótt­ina er 366 banda­ríkja­dal­ir eða sem sam­svar­ar um 48 þúsund ís­lensk­um krón­um á gengi dags­ins.

Svít­an er huggu­lega inn­réttuð, bæði fal­leg og björt, og með ein­stakt út­sýni yfir Wadd­en Sea, en það er sko hverr­ar krónu virði.

Á staðnum er allt til alls, rúm­góð setu­stofa, tvö­falt rúm, baðkar, útisturta, míní­bar og flat­skjár, en hver þarf á slík­um að halda þegar maður horf­ir út á hafið og get­ur fylgst með sól­ar­upp­rás og sól­ar­lagi úr rúm­inu.

Þetta þarf maður að prófa!
Þetta þarf maður að prófa! Skjá­skot/​Airbnb
Setustofan er krúttleg.
Setu­stof­an er krútt­leg. Skjá­skot/​Airbnb
Skrefamælirinn verður mjög ánægður, en það þarf að fara upp …
Skrefa­mæl­ir­inn verður mjög ánægður, en það þarf að fara upp slatta af tröpp­um til að kom­ast í svít­una. Skjá­skot/​Airbnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert