Þetta eru dýrustu einkaflugvélar heims

Þau vita hvað er að ferðast með lúxus. F.v. Donald …
Þau vita hvað er að ferðast með lúxus. F.v. Donald Trump, Kim Kardashian, Tom Cruise og Jeff Bezos Samsett mynd/Alex Wroblewski/Angela WEISS /Jung Yeon-je/Michael Tran

Að ferðast er ekki sama og ferðast. Að minnsta kosti þekkja auðjöfr­ar heims­ins hvað er að ferðast með al­vöru lúx­us. Þegar kem­ur að virði einkaþotna elít­unn­ar kom­ast fáir með tærn­ar þar sem Banda­ríkja­for­seti Don­ald Trump hef­ur hæl­ana, en kon­ungs­fjöl­skyld­an í Qat­ar bauð hon­um nýja lúxus­einkaþotu af teg­und­inni Boeing 747-8 og hyggst hann þiggja hana.

Einkaþotan er met­in á 400 millj­ón­ir dala eða 53 millj­arða króna og seg­ist for­set­inn ætla að nýta hana til per­sónu­legra nota eft­ir að hann yf­ir­gef­ur Hvíta húsið, en hann hef­ur hlotið mikla gagn­rýni fyr­ir úr röðum demó­krata.

Jeff Bezos ásamt eiginkonu sinni, höfundinum Lauren Sanchez. Einkaþotan hans …
Jeff Bezos ásamt eig­in­konu sinni, höf­und­in­um Lauren Sanchez. Einkaþotan hans er met­in á 10,6 millj­arða króna. Michael Tran / AFP

Leik­ar­inn Harri­son Ford er þekkt­ur fyr­ir áhuga sinn á flug­vél­um og á að minnsta kosti átta vél­ar. Þá flýg­ur hann einni vél­anna sjálf­ur en það er tveggja véla Cessna Citati­on So­v­er­eign 680. Sam­kvæmt GQ er hún met­in á 18 millj­ón­ir dala eða um tvo millj­arða króna.

Stofn­andi vef­versl­un­ar­inn­ar Amazon, Jeff Bezos, er sagður eiga Gulf­stream G700 sem er ein mesta lúx­usþotan á markaðnum. Virði þot­unn­ar eru um 80 millj­ón­ir dala eða 10,6 millj­arðar króna og henni er skipt í fimm rými. Eitt af þeim er svíta með baðher­bergi og sturtu. Einkaþota Bezos get­ur ferjað allt að 19 farþega og svefn­pláss eru fyr­ir tíu manns.

Raun­veru­leikaþátta­stjarn­an Kim Kar­dashi­an á sér­smíðaða Gulf­stream G650R einkaþotu sem er met­in á 150 millj­ón­ir dala eða tæpa 20 millj­arða króna, en ástæðan ku vera sú að Kar­dashi­an lét inn­rétta hana eft­ir sínu eig­in höfði. Í þot­unni eru svefn­pláss fyr­ir allt að tíu manns og inn­rétt­ing­arn­ar eru úr kasmír, hvít­um og kremuðum lit­um.

Innan úr lúxusþotu.
Inn­an úr lúx­usþotu. Yaroslav Muzychen­ko/​Unsplash

Lúx­us­setu­stofa, sjón­varps­her­bergi og heit­ur pott­ur

Oprah Win­frey, þátta­stjórn­andi vin­sælu spjallþátt­anna The Oprah Win­frey Show (1986-2011), á Gulf­stream 650 einkaþotu sem met­in er á 8,6 millj­arða króna. Áður átti hún Bomb­ar­dier Global Express-þotu og Gulf­stream G550. Ástæðan fyr­ir svo dýr­um far­ar­máta seg­ir Win­frey vera vegna konu sem eitt sinn kom upp að henni og faðmaði hana þegar hún var í al­menn­ings­flugi.

Tón­listarparið Beyoncé Know­les og Jay-Z eiga Bomb­ar­dier Global 7500 einkaþotu sem rúm­ar 19 farþega. Áætlað er að þotan hafi kostað tæpa tíu millj­arða króna og í henni er m.a. hjóna­her­bergi og stofa með sjón­varpi.

Tom Cruise í kvikmyndinni Top Gun.
Tom Cruise í kvik­mynd­inni Top Gun. Skjá­skot/​Youtu­be

Það er kannski eng­in furða að leik­ar­inn Tom Cruise, sem lék ógleym­an­lega í kvik­mynd­un­um Top Gun, eigi einkaþotu en sú er af gerðinni Gulf­stream IV. Áætlaður kostnaður þot­unn­ar er 20 millj­ón­ir dala eða 2,6 millj­arðar króna. Þar er sjón­varps­her­bergi og heit­ur pott­ur og ým­is­legt annað til huggu­leg­heita eins og ör­bylgju­ofn, ofn, kaffi­vél og ís­skáp­ur.

Kanadíski rapp­ar­inn Dra­ke á einkaþotu af gerðinni Boeing 767 sem hann nefndi „Air Dra­ke“. Áætlað er að vél­in hafi kostað 185 millj­ón­ir dala eða 24,5 millj­arða króna. Inn­an­borðs er t.d. lúx­us­setu­stofa og svefn­her­bergi. Vél­in þekk­ist vel að ut­an­verðu í fag­ur­blá­um lit með hvít­um skýja­bólstr­um.

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert