Á þessum árstíma er vinsælt að fara í helgarferðir til heillandi borga þar sem loftið er hlýrra en hér. Kaupmannahöfn hefur ávallt verið vinsæll áfangastaður og þar er hægt að finna góðan mat og versla falleg föt.
Fatastíllinn í Kaupmannahöfn þykir vera flottur og eru danskar konur taldar vera þær smekklegustu í Skandinavíu. Stílnum þeirra er oft lýst sem líflegum, unglegum, litríkum og minimalískum.
Fyrir þá sem eru að pakka ofan í tösku eða velta því fyrir sér hverju skal nú eiginlega pakka þá eru hér nokkrar hugmyndir að skotheldum fatnaði sem ætti að fara með.