Icelandair bætir við áfangastöðum

Þetta er erfitt val!
Þetta er erfitt val! Samsett mynd

Icelanda­ir hef­ur flug til fjög­urra nýrra áfangastaða í haust.

Ed­in­borg og Malaga bæt­ast við sem nýir áfangastaðir í sept­em­ber en áður hafði fé­lagið til­kynnt um flug til Ist­an­búl og Miami. Vegna mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar hef­ur flugáætl­un til Nashville verið fram­lengd inn í janú­ar og flug­tíma­bilið til Ham­borg­ar verið fram­lengt út októ­ber. Þá verður tíðni auk­in til Alican­te, Bar­sel­óna og Brus­sel.

Flogið verður til Malaga einu sinni til tvisvar í viku frá 6. sept­em­ber til 30. maí og til Ed­in­borg­ar þris­var til fjór­um sinn­um í viku frá 12. sept­em­ber til 12. apríl.

„Það er okk­ur sönn ánægja að auka úr­val vetr­aráfangastaða okk­ar með því að hefja flug til Malaga og Ed­in­borg­ar. Þá er það sér­stak­lega við hæfi að bæta skosku höfuðborg­inni við í ár þegar 80 ár eru frá fyrsta flugi Icelanda­ir til Skot­lands, sem jafn­framt var fyrsta milli­landa­flug ís­lensks flug­fé­lags.

Í fyrsta sinn í sög­unni til­kynn­um við fjóra nýja áfangastaði yfir vetr­ar­tím­ann og er það í takt við stefnu okk­ar um að vaxa utan há­anna­tíma sum­ars­ins en með inn­komu nýrri og hag­kvæm­ari flug­véla í flot­ann opn­ast tæki­færi fyr­ir stærri vetr­aráætl­un. Þannig get­um við nýtt innviði okk­ar bet­ur yfir vetr­ar­tím­ann og á sama tíma stuðlað að minni árstíðarsveiflu í ís­lenskri ferðaþjón­ustu,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert