Svona getur þú nýtt sólina sem best á Íslandi

Nauthólsvík á sumardegi.
Nauthólsvík á sumardegi. mbl.i.s/Ernir Eyjólfsson

Þegar sú gula læt­ur loks­ins sjá sig og ekki eitt ský er að sjá á himni er ekk­ert annað að gera en að henda á sig sólgler­aug­um, smyrja á sig sól­ar­vörn og skella sér út. Þið vitið að sól­ar­dag­arn­ir hér eru dýr­mæt­ir og það get­ur orðið yfirþyrm­andi að ákveða hvað á að gera til að nýta sól­ar­geisl­ana sem best.

Ferðavef­ur mbl.is tók sam­an nokkr­ar hug­mynd­ir fyr­ir þá sem vilja nýta veður­blíðuna til fulls án sól­ar­sam­visku­bits. 

Vatns­blöðru­stríð í Elliðaár­dal

Hver man ekki eft­ir því að fara í vatns­blöðru­stríð með vatns­byss­um eða blöðrum? Hafið hand­klæði og skipti­föt í bak­pok­an­um og ekki gleyma að hirða upp gúmm­í­bút­ana eft­ir stríðið.

Teneri­fe? Nei - 108 Reykja­vík

Naut­hóls­vík­in er fljót að fyll­ast á sól­rík­um sum­ar­dög­um og þar skap­ast skemmti­leg baðstrand­ar­stemn­ing. Í fjör­unni er lítið laug­ar­svæði og ofar á strönd­inni er heit­ur pott­ur sem all­ir geta notið góðs af. Í Naut­hóls­vík er einnig sand­bla­kvöll­ur þar sem oft má sjá hópa í blak­leik. Grípið hand­klæði, smá nesti og fötu og skóplu fyr­ir krakk­ana og þá er eins og þið séuð mætt á strend­ur Teneri­fe. Ef Naut­hóls­vík­in er pökkuð þá er einnig frá­bær strönd í Sjáland­inu í Garðabæ.

Sumarblíða í Grasagarðinum .
Sum­ar­blíða í Grasag­arðinum . mbl.is/​Eyþór

Laut­ar­ferð

Pakkið bagu­ette, ost­um, jarðarberj­um og jafn­vel kampa­víni í körfu, grípið stórt teppi og veljið græn­asta blett­inn á tún­inu. Taktu með þér spil, bók, bolta eða hvað annað sem kall­ar á skemmt­un og njóttu sól­ar­inn­ar. Frá­bær­ir staðir á höfuðborg­ar­svæðinu: Heiðmörk, Elliðaár­dal­ur, Arn­ar­hóll í miðborg­inni og Grasag­arður­inn væri til­val­inn eft­ir heim­sókn í Hús­dýrag­arðinn. Val­mögu­leik­arn­ir eru ótelj­andi.

Það er upplagt að eyða deginum í fallegum garði með …
Það er upp­lagt að eyða deg­in­um í fal­leg­um garði með góðum vin­um í laut­ar­ferð. Ljós­mynd/​Cal­vin Shelwell

Viðey

Skelltu þér með ferj­unni frá Skarfa­bakka eða Gömlu Höfn­inni og sigldu út í kyrr­láta eyjap­ara­dís. Þar get­urðu notið há­deg­is­mat­ar eða léttra veit­inga í friðsælu um­hverfi - eða jafn­vel tekið laut­ar­ferðina þarna. 

Það er gaman heimsækja Viðey.
Það er gam­an heim­sækja Viðey. Ljós­mynd/Á​rni Torfa­son

Hús­dýrag­arður­inn

Ein­stök klass­ík. Krakk­arn­ir eyða ork­unni á hoppu­belgn­um, klif­ur­grind­um og hring­ekj­unni á meðan for­eldr­ar slaka á með kaffi­bolla og hafa góða sjón­línu yfir all­an has­ar­inn.

Sund

Sund­laug­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins breyt­ast í hálf­gerða vatnag­arða um leið og sól­in læt­ur sjá sig. Renni­braut­ir, pott­ar og sól­bekk­ir á öll­um horn­um. Ef þig lang­ar í æv­in­týra­legri út­gáfu, þá er Reykja­dal­ur í Hvera­gerði full­kom­inn kost­ur, um 50 mín­útna ganga upp í græn­an dal laun­ar erfiðið með ylvolgri nátt­úru­laug.

Það er alltaf stemning í Reykjadal.
Það er alltaf stemn­ing í Reykja­dal. mbl.is/​RAX

Fólf - fris­bí­golf

Fris­bí­golf­vell­irn­ir eru komn­ir út um allt og það er til­val­in skemmt­un fyr­ir vina­hóp­inn eða fjöl­skyld­una að taka einn folf-hring.

Finndu út hver sel­ur besta ís­inn á höfuðborg­ar­svæðinu

Hjólaðu eða gakktu og skott­astu milli ísbúða á höfuðborg­ar­svæðinu. Smakkaðu, berðu sam­an og finndu út hvar maður fær bestu kúl­una.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert